Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 21
ylirleitt frámunalega ókurteist, og það á varla nokkurt tíma svo mikla þekkingu á vörunni, að það geti leiðbeint kaupandan- um. Það er aftur á móti mjög algengt heima. íslenzk börn eru uppivöðslusamari en sænsk, en gamla fólkið er hér ákaflega við- mótsþýtt og elskuiegt. Ég býst við, að marg- ir uppeldisfræðingar okkar myndu telja ís- land fyrirmyndarland, vegna þess hve börn- in eru frjáls liér, en ég held þau gætu verið alveg jafn hamingjusöm, þó að þau væru betur vanin. Eitt finnst mér áberandi: Þótt maður mæti oft ókurteisi og nærri því ó- vild í búðunum, þá kemur það aftur aldrei fyrir, að manni sé svarað öðruvísi en vin- gjarnlega, ef fólk er spurt um eitthvað á götu eða jafnvel þótt farið sé inn í hús til að spyrja- til vegar. Stundum verð ég steinliissa á alls konar slóðaskap og skeytingarleysi hér, en þegar öllu er á botninn hvolft held ég, að þetta ,,það er alveg sama:‘ sé stór kostur, því að þessu fylgir einltver sérstök tegund af víð- sýni og rólyndi, sem gerir allan lífsbrag hér notalegan. Við erum meira gefin fyrir að komast í uppnám, stundum yi'ir smámunum. Ég held t-. d., að sænskar húsmæður myndu taka sig til og lumbra á þingmönnunum, ef þeim dytti önnur eins heimska í hug og að banna að selja pressuger. Ég sakna pressugersins mikið. Ur því við erum farnar að tala um mat, hvers vegna er ekki hægt að kaupa nýtt kjöt, nema fyrst á haustin? Mér finnst frosna kjötið ekki gott, en það er bót í máli livað hægt er að fá hér góðan fisk. — Á sunnnn sviðum eru íslendingar undarlega nægjusamir og þolinmóðir. Stræt- isvagnarnir hjá ykkur erti víst ekki ætlaðir nema fyrir fatlað fólk, að minnsta kosti eru allir aðrir fljótari að komast gangandi á áfangastaðinn. Þolinmæðin er undraverð. Einu sinni kom ég á strætisvagnabiðstöð, þar sem gömul hjón höfðu beðið í 20 mínútur. Þau voru orðin blá af kulda. Þegar upp í vagninn kom, sagði konan: — Hvað þeir eru nú góðir þessir strætisvagnar! Maður getur staðið uppréttur í jDeim. — Já, það eru þeir nú, greyin, sagði gamli xnaðurinn. — Nú er Hekla farin að gjósa. Hvernig kanntu við náttúruna? — Ég er stórhrifin af landinu. Fegurð himinsins er síbreytileg. Oendanleg til- brigði á daginn og norðurljós á kvöldin. Veðrið hefur víst líka verið óvenju gott síðan ég kom. F.f ég mætti ráða, vildi ég helzt aka um hér í bíl og sitja þess á milli í sænsku skógarrjóðri. Fegurð íslands er allt öðru- vísi en fegurð Svíþjóðar. Sænskrar sumar- fegurðar nýtur maður í meiri nálægð, með öUum líkama sínum. íslenzka náttúru skynjar maður með auga og lieila og nýtur hennar einhvern veginn á andlegri og göf- ugri hátt. R. K. MELKORKA TÍMARIT KVENNA kemur út fyrst. um sinn tvisvar á ári. Árgjald 10 krónur. Afgreiðsla Skólavörðustíg 19 (niðri) Simar21S4 og5199. MELKORKA 17

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.