Melkorka - 01.05.1947, Side 27

Melkorka - 01.05.1947, Side 27
vinnulausir og ekki skeður misnotkun á andlegum eða líkamlegum starfskröftum. Hégiljan um ófullkomleik konunnar Til þess að réttlæta valdaaðstöðu sína tilfærir maðurinn, auk ástæðunnar að nátt- úran sjálf hafi ákveðið stöðu hans, að konan muni vera ófullkomnari vera. Skoðunin um ófullkomleik konunnar er fádæma útbreidd og fylgir vissum kvíða lijá manninum, sem sennilega stafar frá þeim tírna, þegar enn stóð harátta um móðurréttinn, þegar konan raunverulega var áhyggjuefni fyrir mann- inn. Jafnt í mannkynssögunni sem öðrum bókmenntum rekumst við iðulega á við- horf, sem fer í þessa átt. Þannig kemst rómverskur rithöfundur svo að orði: ,,Kon- an hefur truflandi áhrif á manninn." Á hin- um kirkjidegu þingum var af mikilli anda- gift rætt um það, livort konan hefði nokkra sál, og það voru skrifaðar ritgerðir um Jjað, að hvað miklu leyti hún væri manneskja. í aldaraðir varaði þessi galdraiðja, sem sorglegur vitnisburður um óvissu og villu- ráf þeirrar tíðar manna í Jressum efnum. Oft er talað um konuna sem orsök hins illa í heiminum, eins og t. d. í frásögn biblí- unnar um syndafallið, eða í Illionskviðu Hómers, þar sem sagt er frá konu, sem varð orsök þess, að heilt borgríki varð fyrir ó- hamingju. Sögur frá öllum tímum lýsa kon- unni sem siðferðilegri undirmálsmanneskju, vondri, falskri, lauslátri og óáreiðanlegri. „Kvenleg léttúð“ er t. d. notað sem skýr- greining í réttarfarsbókum. Með tilliti til dugnaðar og verkhæfni er konan knésett á allan hátt. Málshættir, orðskviðir og skrítl- ur úa og grúa af niðurlægjandi athugasemd- um um konuna, sem er ásökuð um nöldut- girni, óstundvísi, smásálarskap, heimsku. Það [jróast dæmalaus skarpskyggni til þess að sanna ófullkomleik konunnar. Ég nefni aðeins Strindberg, Moebius, Schopenhauer, Weininger, og töluverður fjöldi kvenna ganga svo langt í uppgjöf, að Jrær styðja þetta álit um ófullkomleik konunnar og Jjví samsvarandi minnimáttar hlutverk. Jafnvel þegar borga á vinnu konunnar, eru laun hennar ákveðin miklu lægri, án tillits til, hvort vinna hennar er jafngild vinnu mannsins eða ekki, og kemur þar vanmat á verðleikum konunnar í Ijós. Með greindarprófum hafa menn raunar komizt að þeirri niðurstöðu, að piltar hefðu betri hæfileika til að nema vissar greinar, eins og stærðfræði, stúlkurnar aftur á móti í öðrurn efnum, t. d. til að nema mál. Það hefur sýnt sig, að drengir eru betur hæfir en stúlkur til náms, er varðar undirbúning að karlmannlegum störfum. Þetta eru að- eins sýndarrök fyrir meiri gáfum þeirra al- mennt. Atliugi maður nákvæmlega allar að- stæður stúlknanna, sýnir Jiað sig, að sagan um lélegri gáfur konunnar er skröksaga, lygi, senr líkist sannleika. Hver stúlka heyrir án afláts í ólíkustu tóntegundum, að konur séu ekki hæfar til neins, nema léttari og minniháttar starfa. Það liggur í augum uppi, að stúlka með barnslegu getuleysi til þess að rannsaka sannleiksgildi þeirra orða, álíti lasburði konunnar vera ófrávíkjanleg örlög og fari að síðustu að trúa því, að hún sé óhæf til alls. í stuttu máli, það er ekki auðvelt fyrir stúlku í menningarþjóðfélagi okkar að vernda sjálfstraust og hugrekki. Við greind- arprófin hefur samt sem áður Jiað eftir- tektarverða fyrirbæri átt sér stað, að á- kveðinn hópur stúlkna, nefnilega milli 14 og 18 ára, hafði greind, sem var hærri en allra annarra, einnig hóp drengjanna. Með athugun eftir á kom í ljós, að allar Jiessar stúlkur voru frá fjölskyldum, Jiar sem jafn- vel húsfreyjan, móðirin, eða hún einsömul, Iiafði sjálfstæða atvinnu. Þessar stúlkur heyrðu Jiví á heimilinu lítið sem ekkert af hinu almenna þvaðri um óhæfni konunnar, en gátu aftur á móti með eigin augum séð, hverju móðirin áorkaði með dugnaði sín- um. Þær höfðu þannig aðstöðu til að þrosk- ast sjálfstæðara og til meira frjálsræðis, næst- MELKOUKA 23

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.