Melkorka - 01.05.1947, Qupperneq 29

Melkorka - 01.05.1947, Qupperneq 29
Frumvarp þetta sem lög myndi aflétta þeim hjónabandssektum, senr skattayfir- völdin nú lieimta og ritað var um í maí- hefti Melkorku 1946. Frumvarpið er nú hjá fjárhagsnefnd og hefur yerið sent ríkis- skattanefnd til umsagnar. Gylfi Þ. Gísla- son bar einnig fram frumvarp, senr fer mjög í sömu átt. í vetur flutti Katrín Thoroddsen einnig þingsályktunartillögu um að leyfa innflutn- ing ávaxta, og var hún samjrykkt. Onnur þingsályktunartillaga, sem hefur verið borin fram á þessu þingi og nú sam- þykkt, er tillaga Sigfúsar Sigurhjartarsonar um innflutning heimilisvéla, en Alþingi féllst á að leyfa innflutning slíkra véla eftir því sem tök eru á. Fátt er Jrað, sem beinni áhrif hefur á kjör húsmæðranna en húsnæðið. Frumvarp |)að, er Sigfús Sigurhjartarson flytur um byggingarstofnun ríkisins og byggingarfélög, myndi, ef |)að næði fram að ganga, veita öllum íbúum Jressa lands möguleika til þess að öðlast lientugt hús- næði í náinni framtíð, og koma í veg fyrir Jrá sóun á efni og vinnuafli, sem átt hefur sér stað undanfarið. í frumvarpinu felst ákvæði um að bönkunum sé gert að skyldti að kaupa skuldabréf byggingarfélaga, en eins og kunnugt er, hefur Jrað verið versti þrándur í götu byggingarfélaga, að lánstofn- anir liafa ekki viljað veita lán með þeim kjörurn, sem ákveðin voru með lögum Jreim um opinbera aðstoð við ibúðarhúsabygging- ar i kaupstöðum og kauptúnum, sem sant- Jrykkt voru á þinginu í fyrra. Á kvennafundum hefur oft verið rætt um tilhögun íbúða og nauðsyn Jtess, að komið væri í veg fyrir, að byggðar væru íbúðir til sölu eða leigu, Jrannig að þær uppfylltu ekki kröfur tímans. Á síðastliðnum aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík voru mál Jressi rædd og samþykktar nokkrar ályktanir um lágmarkskröfur, er gera beri til íbúða. Aðstandendur þessara tillagna virtust þó í nokkrum efa um, hvert Jreir ættu að snúa sér til Jress að koma máli þessu á framfæri, og er Jrað sízt að undra. Byggingarstofnun ríkisins myndi skylt að taka slíkt mál til meðferðar, Jrví að samkvæmt frumvarpi Sig- fúsar á hún a. að safna skýrslum um húsnæðisástandið í kaupstöðum og kauptúnum og gera til- lögur og áætlanir um, hvernig fullnægt verði Irúsnæðisjrörfinni á hverjum stað og hverjum tíma. b. að gera teikningar að húsum byggingar- félaga, sem lúta lögum þessum, og að liús- um og mannvirkjum annarra, eftir Jrví sem óskað er og við verður kontið. c. að annast byggingarframkvæmdir fyrir byggingarfélög, sem lúta lögum þessum, ef Jian óska þess, og fyrir aðra aðila eftir Jrví, sem óskað er og við verður komið. d. að flytja inn byggingarefni og verzla með Jrað. e. að annast lántökur til byggingarfram- kvæmda samkvæmt lögum Jressum og hafa að öðru leyti með höndum framkvæmd þeirra í umboði ríkisstjórnarinnar. Á yfirstandandi þingi hafa verið sam- Jrvkkt lög um barnavernd og eru þau mikil bót frá því sem áður var, en liafa þó verið skemmd í meðförum.þar sem meðal annars hefur verið sett inn ákvæði um, að „athug- unarstöð eða stöðvar l'yrir börn, sent eru líkamlega, andlega eða siðferðislega miður sín,“ skuli settar á fót eft'ir þvi sem fé er veiti til þess á fjárlögum í stað þess að skylda ríkið til Jress að hefjast þegar lianda, eins og upphaflega var ætlazt til í frumvarpinu. Þetta ákvæði, eftir því sem fé er veitt til þess á fjárlögum, hefur orðið örlagaríkt frumvarpi Jrví um fávitahæli, sem Guðrún heitin Lárusdóttir flutti og’ fékk samþykkt sem lög fyrir 11 árum. Fé hefur ekki enn verið veitt til þessarar nauðsynlegu stofnun- ar. í opinberum skýrslum eru 170 fávitar taldir utan Reykjavíkur, en eru að sögn Katrínar Tlioroddsen áreiðanlega 700 eða MELKORKA 25

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.