Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 26
Sambandið milli kynjanna Eftir sálfrccðinginn Alfred Adler Verkaskiptingin og hin tvö kyn Verkaskipting er ólijákvæmilegt skilyrði fyrir tilvern mannlegs samfélags. Hún hef- ur í för með sér, að hver og einn verður á einhvern hátt að gegna ákveðnu hlutverki. Bregðist hann því, afsalar hann sér um leið áhrifum sínum á samfélagið og Iiættir að gegna hlutverki sínu sem félagsvera og verk- ar truflandi á umhverfi sitt. í vægari tilfell- um er þá talað um ókurteisi, ruddaskap, vanrækslu; í grófari um taugaveiklun, sljó- leika, afbrot. Hið skaðlega við slík fyrirbæri er, að þau eru svo ósamrýmanleg þeim kröf- um, sem samfélagið gerir. Þess vegna ákvarð- ast verðleikar mannsins í samræmi við það, hvernig hann skipar það sæti, sem honum hefur hlotnazt við hina yfirgripsmiklu verka- skiptingu. Með störfum sínurn í þágu samfé- lagsins fær Jiann þýðingu fyrir aðra og verð- ur hlekkur í einni af hinum þúsundum keðja, sem bera uppi mannlegt líf. í þeim mega ekki of margir bila, þar sem sarnfé- lagið gengur þá úr skorðum. Á luefni einstaklingsins byggist sú staða, sem hann skipar í samfélagi sínu. Vissu- lega ræður í þessum efnum takmarkalaus ringulreið, þar sem valdabarátta, drottnun- argirni og alls konar afglöp hafa haft trufl- andi áhrif á verkaskiptinguna, eða innleitt röng sjónarmið til þess að dæma manngildið eftir. Það getur líka viljað til, að einstakl- ingurinn sé ekki vel fallinn til Jieirra starfa, sem honum liafa verið fengin. Enn geta komið í Ijós örðugleikar vegna valdafíkinnar og óheilbrigðrar metorðagimi hjá fólki, sem vegna sérhagslegra áhuga- efna vinna gegn þessu formi mannlegs lífs og samvinnu. Þá geta enn aðrar truflanir átt rót sína að rekja til Jress, að samfélagið skiptist í stéttir, þannig, að betri stöður, sem lrafa í för með sér meiri völd og hærri laun, til- heyra ákveðnum félagshópum, meðan aðrir eru settir hjá.- Vitneskjan um Jrá takmarka- lausu þýðingu, er, togstreitan um völd hefur í ])essu efni, skýrir einnig, hvers vegna verkaskiptingin hefur aldrei átt sér stað, nema að nokkru leyti. Það er valdabaráttan, sem veldur Jrví, að vinnan verður forrétt- indi fyrir suma, en ok fyrir aðra. Loks ákvarðast verkaskiptingin að vissu leyti af því, að mannkynið skiptist í tvö kyn. Vegna líkamsbyggingar sinnar er konan frá uþphafi útilokuð frá vissum tegundum. vinnu, þar sem aftur á móti eru til störf, sem ekki eru ætluð körlum, vegna þess að álitið er, að kraftar Jreirra notist betur ann- ars staðar. Þessa skiptingu ætti að vera hægt að framkvæma án nokkurs formála og Jrar sem kvenfrelsishreyfingin hefur ekki spennt bogann of hátt í hita baráttunnar, helur hún líka beygt sig fyrir Jressu rökrétta sjón- armiði. Þetta mun á engan hátt rýra kven- réttindin eða spilla afstöðu manns og konu til eðlilegra verkefna. Þróun verkaskiptingarinnar hefur orðið á þá leið, að konan gegnir nú ýmsurn störf- um, sem áður tilheyrðu karlmanninum, þar sem hann af J^eim ástæðum gat betur hagnýtt krafta sína á annan hátt. Sú verka- skipting getur ekki talizt óhagkvæm, ef verkamenn eru ekki með })essu gerðir at- 22 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.