Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 19
Er íslenzka konan 50 árum á eftir tímanum? Viðtal við Irigu Þórarinsson Vinkona mín, Inga Þórarinsson, var búin að iofa að skrifa grein fyrir Melkorku. Greinin átti að fjalla um það, hvernig henni kæmi ísland og íslenzkar konur fyrir sjónir. Inga liafði oft fundið hitt og þetta að ýmsu hér og ég bjóst því við mjög skorinyrtri grein. En viti menn. Viku fyrir skiladaginn Iiringdi hún og sagði: — Nú get ég ekki gagni'ýnt ykkur lengur, því að nú er ég farin að skilja orsakir alls. En komdu og spjallaðu við mig í stáðinn. Ég fór og drakk hjá henni kafli á dúk með villiblómum, sem vaxa um alla Svíþjóð frá Skáni til Norðlands. Bollarnir voru djúpbláir, en báru þó ofurlítinn rósarblæ, og Iivert sem litið var í stofunni ríkti full- komin samsetning lita. Svíar eru heimsfrægir fyrir falleg og ein- föld nýtízku húsgögn, og þeim skjátlast sjaldan í litasamsetningum. Frú Ingu er margorð um þessa kvennafundi, en við þá vil ég segja: Við þurfum að horfast í augu við þessi sömu verkefni hér heima. Til þess að bæta afkomu almennings og tryggja atvinnu í landinu verðum við að lialda áfram að koma upp nýtízku atvinnutækjum og iðjuverum. þetta heimtar aukið vinnuafl. Þess verður því ekki langt að bíða, að íslenzkar konur verði að taka meiri þátt í atvinnulífinu en nú þekkist. Sigrar kynsystra okkar á Norðurlöndum í baráttunni fyrir jafnrétti kvenna til at- vinnu, menntunar og launa verða áreiðan- lega h'ka okkur í hag hér úti á íslandi. MELKORKA þessi tilfinning hins menntaða Svía fyrir lit- um, formi og efni í blóð borin. — Mér fannst allt hryllilega gvátt og til- breytingarlaust, þegar ég kom hingað fyrst, en það var líka í nóvember. Mér brá mikið við að koma hér á veitingastaðina. Þar var enginn fallegur hlutur til þess að hvíla aug- unvið. Heima getur maður hér um bil alltaf fundið eitthvað, fallega mynd, styttu, glugga- tjald, vafningsjurt eða vel lagaða 11 ve 1 f- ingu. Hér voru dúkarnir á borðunum al- settir götum og blómunum skeytingarlevsis- lega troðið niður í vasana, og sarnt eru af- skornu blómin ykkar svo yndislega safarík og kraftmikil. Mér finnst jtan standa lengur en Jieima. Ég dáist að görðunum og því, live konurnar leggja mikla alúð við þá. Þar kemur smekkur þeirra fram. — Ég verð að segja, heldur Inga áfrarn, að ég undraðist það fyrst, hversu skrautle klæði kvennanna voru. Já, það var ekki alve laust við, að ég væri hneyksluð, og mér sýndust ungu stúlkurnar frarn úr liófi málað- ar, en ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að þetta væri kostur. Umhverfið hér í 15 'CD bC

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.