Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 28
um ósnertar a£ öllum hamlandi áhrifum, sem fylgja þessari hégilju. Það, sem ennfremur mælir rnóti lienni, eru þær ófáu konur, sem á ýmsunr sviðum, fyrst og fremst í bókmenntum, listum, tækni og læknisfræði hafa leyst af hendi fræg verk, sem þola fullkominn sanranburð við verk karlmannanna. Aftur á nróti er fjöldi þeirra karlmanna, sem aldrei liafa afrekað neitt, nema ef þeir hafa lagt til skýlausar sann- anir fyrir ódugnaði sínum, svo nrikill, að maður, auðvitað með sennilegum órétti, liefði ástæðu til að tala unr ófullkomleik karlmannsins. Atlryglisverð afleiðing þessa tals um ófull- komleik konunnar er sú, að nraður lrefur vanið sig á að tengja lrugtakið „karlmann- legur“ við verðleika, krafta og sigur, en lrugtakið „kvenleg" við Irlýðni, þjónustu, undirgefni. Þetta viðhorf er orðið svo rót- gróið, að allt, sem er frábært, lrefur yfirleitt fengið karlmannlegt einkenni, en hið veiga- minna og óhæfa „kvenlegt". F. B. þýcldi. ÞINGÞÁTTUR Ennþá eigum við mjög fáar konur í sveit- ar- og bæjarstjórnum, og aðeins eina konu, Katrínu Tlroroddsen Jringnrann sósíalista, á Alþingi. Mér finnst við yfirleitt láta okkur iiin opinberu nrál of litlu skipta og sneri nrér því til Katrínar og bað hana að hjálpa nrér unr stutt yfirlit yfir þau mál á þessu þingi, senr sérstaklega snerta kvenþjóðina. Katrín segir reyndar, að þessi rúm 200 nrál, sem fyrir þinginu liggja, snerti vissulega hag allra kvenna beint eða óbeint, en við konr- unr okkur þó saman unr að til þess að gera grein fyrir þeim í stuttu máli myndi ekki veita af Melkorku allri, svo að eittlrvað verð- um við að takmarka okkur. Katrín Tlioroddsen flytur tvö frumvörp, sem snerta kvenþjóðina beint. Annað er frumvarp til laga um dagheim- ili fyrir börn innan skólaskyldualdurs. Nái frumvarp þetta franr að ganga, á rík- issjóður að greiða 2/ hluta stofnkostnaðar dagheimila og reksturskostnað að því leyti, að starfsfólk slíkra stofnana taki laun sín úr ríkissjóði. En hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarfélög greiði s/ stofnkostnaðar og ein- irvern Jiluta annars reksturskostnaðar. í Reykjavík skal þá byggja tvö dagheimili á ári, unz þörfinni er fullnægt, en í kaup- stöðum utan Reykjavíkur eitt á ári, þar til þörf er fullnægt. Frumvarpinu var vísað til lreillrrigðis- og félagsmálanefndar, og gengur seint að fá jrað afgreitt jraðan til 2. umræðu. Frurn- varpið hefur verið sent fræðslumálastjóra, Barnavinafélaginu Sunrargjöf, barnavernd- arráði og bæjarráði Reykjavíkur til umsagn- ar og Jrafa allir jressir aðilar verið málinu mjög lilynntir. Er jrað gleðilegt, að menn virðast nú ásáttir um, að daglreinrili séu nauðsynlegar og æskilegar stofnanir. I Jressu sambandi má minna á, að á aðal- fundi Bandalags kvenna í Reykjavík nti í vetur var samjrykkt einróma áskorun til Al- Jringis að samjrykkja frumvarp Jretta, og von- andi Irjálpar kvenjrjóðin Katrínu til að sjá til þess, að Jrað verði ekki svæft. Hitt frumvarpið, sem Katrín flytur, er frumvarp til laga um breyting d lögum nr. 6, 9. jan. 1935, um tekjuskatt og eignarskatt. Samkvænrt frumvarpi Jressu skal giftri konu lreimilt að telja fram sérstaklega til skatts og skal draga 900 krónur frá tekjum Irennar áður en skattur er á Jrær lagður. 24 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.