Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 12
kostar. Það er ekkert réttlæti í öðru en að húsmóðirin fái dagpeninga eins og annað vinnandi iolk, þegar hún verður veik. Fólk sagði í gamla daga, þegar það sá eitt- hvað nýtt eða það, sem því þótti merkilegt: „Þetta held ég kosti nú eitthvað." Svo er og um tryggingarnar. Þær held ég kosti nti eitt- livað. Fólk hefur þegar fengið smjörþefinn af því nú í vietur, er það var krafið um helm- ing af iðgjaldi þessa árs. Og sannleikur er, að þær kosta mikið, ekki á þjóðfélagsmæli- kvarða, enda ætla ég ekki að ræða um þann kostnað. 1 þjóðfélaginu er svo mikil sam- ábyrgð, að lieildarlega séð borgar sig að hafa góðar og fullkomnar tryggingar. En það gegnir öðru máli með eiristaklinginn. Leggi tryggingin svo þungan skatt á liann, að liann verði að spara brýnar nauðsynjar við börn og heimili, borgar sig ekki fyrir liann að tryggja sér hlunnindi einhvers staðar inni í framtíðinni, og það borgar sig ekki lieldur fyrir þjóðfélagið að ganga svo nærri nein- um. Og það er eitt af því, sem að er þess- um tryggingum; nefskatturinn er hár, alltof hár fyrir lágar tekjur. A 1. verðlagssvæði verður iðgjaldið fyrir kvæntan mann, með vísitölu þessa árs, kr. 558.00 á ári. Fyrir ókvæntan karlmann kr. 446.00 og fyrir ógifta konu kr. 334.80 á ári. Á 2. verðlagssvæði verður iðgjald giftra karl- manna kr. 427.80 og fyrir ógifta karla kr. 344.80 og fyrir ógiftar konur kr. 260.40 á ári. Á 1. verðlagssvæði verður iðgjaldið um 21/2—3% af tekjum verkafólks. Ýmsir þurfa svo að borga fyrir fleiri en einn, t. d. fyrir foreldra sína innan 67 ára eða börn eldri en 16 ára, sent eru í skóla. Getur þá gjaldið orðið allþungur skattur á heimilið. Eins og allir vita kemur nefskattur hlut- fallslega þyngst niður á þeim, sem lægstar tekjur hafa. En bót er í máli, að samkvæmt lögum eru sveitarfélögin skyldug til að borga iðgjöld þeirra, sem ekki borga neinn tekju- eða eignaskatt og telzt það ekki sveitarstyrk- ur. En eigi að síður er slíkt ranglæti í hin- um jöfnu iðgjaldagreiðslum, að ekki verður unað við. Voru iðgjöldin samkvæmt eldri lögunum sýnu réttlátari, en það var lágt fastagjald og svo prósentur af tekjum. Steingrímur Aðalsteinsson flytur nú á Al- þingi, fyrir hönd Sósíalistaflokksins, breyt- ingartillögur við lögin, þar sem gert er ráð fyrir, að nefskatturinn lækki um \/3 frá því sem nú er, en að einstakl. og félög greiði 1% af allt að 25 þús. króna árstekjum, að frádregnum persónufrádrætti, sem næmi 7 þús. kr. fyrir hjón og 3 þús. kr. fyrir hvert barn á framfærslualdri og fyrir einstakl. 4 þús. kr. Það virðist mun meira réttlæti í þessum tillögum, en Alþingi er nú, þegar þetta er skrifað, búið að stráfella frumvarp Steingríms um endurbætur á almanna- tryggingunum. Það er haft eftir einum stjórnmálafor- ingja Alþýðuflokksins, að það væri hin mesta „kattarkreppa", sem Alþýðuflokkur- inn kæmist í, að eiga að stjórna bæjarfélagi í auðvaldsskipulagi. Sjálfsagt rétt athugað á þeim tíma. (Eg liygg, að kattarkreppa sé af- leit kreppa.) Það mun og reynast erfitt að koma á fullkomnum tryggingum í auðvalds- skipulagi. Almenningur, sem áhuga hefur fyrir, að þær komist á og óskar að njóta öryggis í þjóðfélaginu, getur ekki greitt þau iðgjöld, sem krafizt er, án jress að það skerði dag- lega lífsafkomu meira en hollt er. Og hinir, þeir, sem með völdin fara í þjóð- félaginu, og hafa vald yfir fjármagni þess og fjárráð þjóðarinnar í hendi sér, hafa flestir komið ár sinni jDannig fyrir borð, að jDeir búast ekki við að jrurfa á sh'kum trygg- ingum að halda. Þeir hafa því engan áhuga fyrir fullkomnum tryggingum, nema að því leyti sem jreir hafa orðið að láta undan vilja kjósendanna og gefið jDeim loforð, sem ekki var gott að svíkja að öllu leyti, sízt í lok kjörtímabils. Þetta er ekki aðeins svona liér á íslandi. Alls staðar, þar sem verkalýðshreyfingin hef- ur fest rætur, hefur barátta verkalýðsins miðað að jrví að tryggja hinum öreiga 8 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.