Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 8
Veita tryggingalögin fullt öryggi gegn skorti? Eftir Katrinu Pálsdóttur Um síðustu áramót gekk í gildi ný lög- gjöf um almannatryggingar. Enn hefur aðeins lítill hluti almennings kynnzt þessari löggjöf fram yfir það, að í ársbyrjun voru innheimt iðgjöld til trygg- inganna, sem mörgum fundust að vonum allhá, og var það ekki vel fallið til þess að auka vinsældir laganna. Hér er þó um merkilega löggjöf að ræða, sem snertir alla meðlimi þjóðfélagsins að fleiru en ]>ví einu að borga iðgjöldin. Hún er tilraun til að bæta úr því öryggisleysi og réttleysi, sem efnalaust fólk hefur bt'iið við um langar aldir. Ritstjórn Melkorku lítur svo á, að allir Jrurfi að kunna nokkur skil á Jressari lög- gjöf og vita í aðaldráttum, hvaða rétt þeir eiga samkvæmt lögunum, og Jrykir því rétt að kynna lesendum sínum helztu atriðin, svo og að benda á stærstu annmarkana á löggjöfinni. Samkvæmt hinum nýju lögum eiga allir, sem orðnir eru 67 ára og eldri, rétt til fullra ellilauna, fari tekjur þeirra ekki fram úr fullum lífeyri. En fullur lífeyrir er á 1. verð- lagssvæði* kr. 1200,00 á ári og á 2. verðlags- svæði kr. 900,00 á ári fyrir hvern einstakl- ing. Fyrir hjón er fullur lífeyrir á 1. verð- lagssvæði kr. 1920,00 og á 2. verðlagssvæði kr. 1440,00. Oryrkjar, senr misst hafa 75% af starfs- orku sinni eða meira, eiga rétt til sömu upphæðar og eftir sömu reglum, og kallast það fullar örorkubætur. * 1. verðlagssvæði eru kaupstaðir og kauptún mcð yfir 2000 íbúa. 2. vcrðlagssvæði kauptún og sveitir með lægri íbúatölu. Ekkjur og elli- eða örorkulífeyrisþegar, senr börn hafa á framfæri, eiga rétt til nreð- lags frá tryggingunum með börnum sínunr yngri en 16 ára. Barnalífeyrir: Á 1. verð- lagssvæði er barnalífeyrir kr. 800,00 á ári nreð hverju barni og á 2. verðlagssvæði kr. 600,00 á ári. Ekkja, senr giftist aftur, á rétt á að fá barnalífeyri greiddan, í þrjú ár eftir giftinguna, nreð Jreim börnum, sem eru yngri en 16 ára. Eflir Jrað fellur barnalíf- eyrir niður. Sanra gildir eftir atvikum, ef ekkja býr ógift með karlmanni. Við hverja barnsfœðmgu á móðir rétt á að fá greiddar kr. 80,00 í fæðingarstyrk, og auk Jress eiga konur, sem ekki vinna utan lieimilis, rétt á kr. 120,00 upp í fæðingar- kostnað. Kona, sem vinnur utan heimilis, á rétt á (auk hinna 80 króna, sem fyrr getur) kr. 140,00 á mánuði í allt að 3 nránuði, 6 vikur fyrir og 6 vikur eftir barnsburð, ef lu'tn leggur niður vinnu og fær ekki greitt kaujr. Fái hún kaup, sem er lægra en fæðingar- styrkurinn, bætir tryggingarstofnunin við styrkinn, svo að lrann nemi alls kr. 175,00 á mánuði. Kona, sem verður ekkja innan 67 ára ald- urs, á rétt á bótum 3 mánuði eftir lát rnanns- ins, kr. 200,00 á mán. Og ekkja, sem á börn innan 16 ára, á rétt á styrk í 9 mánuði í við- lrót, kr. 150,00 á mánuði, eða samtals eitt. ár. — Kona, sem búið hefur með karlmanni í minnst 2 ár og alið honum barn, eða búið með lionum 5 ár barnlaus, á sama rétt til bóta og ekkja, ef maðurinn fellur frá. Fjölskyldubœtur eru algert nýmæli í Jress- um lögum, en samkvæmt Jreim eiga allir 4 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.