Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 23
skyldunnar, sem of oft eru eins og ósjálf- bjarga kettlingar, þegar þeir eru komnir inn fyrir dyr heimilisins, orkar svo á hús- móðurina, að hún getur haft útvarpið í eyrurn allt kvöld, án þess að hafa heyrt auka- tekið orð. Þegar þessu sambandi við um- heiminn er einnig sleppt, fer að verða fátt um tækifæri húsmóðurinnar til andlegrar uppbyggingar. Mannfólkið er félagsverur, sem sækjast eftir telagsskap hver annarrar af óteljandi ástæðum. Að blanda geði við aðrar mann- verur er andleg og líkamleg hressing, alveg óhjákvæmilegt þroskaatriði. Ef við höfum ekki hæfilegan umgang við annað fólk, drög- umst við aftur úr. Þarna liggur líka ltættan fyrir giftu konuna. Starfinu er þann veg far- ið, að það skapar henni ekki Jrau skilyrði til þroska, sem liver þjóðfélagsþegn nú á tímum verður að hafa. Það er einangrun- in, oftast of mikið erfiði og of langur vinnu- tími, sem standa henni fyrir þrifum. Sam- félagið við potta og pönnur mestallan dag- inn gefur tæplega tilefni til hástemmdra hugleiðinga, Reynslan er líka sú, að gifta konan er almennt þröngsýnni og ver að sér um almenn mál en hin ógifta jafnaldra hennar, að minnsta kosti liér í Reykjavík. Og hvað sem ágæti hjónabandsins líður, þá er sú verkaskipting, sem nú er, við þær að- stæður, sem breyttir tímar hafa skapað, al- veg andstæð hagsmunum konunnar sem vitsmunaveru. Þá er og annað atriði, sem er mikilsvert og sannarlega takandi tiliit til. Sjósóknin er einn af aðalatvinnuvegum landsmanna. — Sjórinn tekur drjúga greiðslu í mannslíf- um árlega fyrir þann auð, sem hann lætur af hendi. Af þeim orsökum verða margar konur ekkjur á hverju ári. Þar við bætast ekkjur allra hinna, sem deyja af öðrum or- sökum og loks eru hjónaskilnaðir, sem allt- af fara í vöxt með hverju ári. Kona, sem verður fyrir slíku óláni og á eitt eða fleiri börn, á við ótrúlega erfiðleika að stríða. Börnunum er illmögulegt eða alls ekki hægt að koma fyrir á daginn, meðan hún vinnur fyrir heimilinu. Einnig eru konur oftast svo illa búnar undir vinnu utan heimilis eða hafa svo lenoi sinnt heimilisstörfum ein- o göngu, að þær treystast ekki til að taka að sér önnur störf en hreingerningar og þvotta. Þetta eru erfiðustu og verst greiddu störfin og afkoman verður mjög bág. Þá eru áhyggj- urnar um börnin, sent lítið eða ekkert eftir- lit hafa, meðan móðirin er að vinna, og ofan á Jrær bætist óttinn við Iieilsubrest, ekki að ástæðulausu. Langæskilegast væri, að konan sliti aldrei alveg tengslin við atvinnulífið, þó að hún gifti sig, þ. e. a. s. hætti ekki störfum utan heimilis nerna nokkra mánuði í einu í liæsta lagi. Það væri aukið öryggi fyrir hana sjálfa og börn hennar, og dagleg umgengni við fólk af ýmsu tagi víkkar sjóndeildarhring- inn og eykur persónujrroska hennar. Tilgangurinn nteð Jtessum línunt er ekki að deila á hjónabandið sem slíkt, lteldttr í fyrsta lagi að benda á Jrá hættulegu ein- angrun, sent húsmóðurstarf í stærri bæjun- um hefur í för með sér og að verkaskipting hjónanna er tvímælalaust konunni í óhag. í ijðrii lagi að drepa á það öryggisleysi, sent konurnar skapa sér sjálfar, öðrunt þræði, nteð neikvæðum undirbúningi að lífsbar- áttunni. Og ennfremur að mótmæla kvak- inu um vinnufólkseklu, á sama tíma sent við teljum okkur ltafa ráð á óhófseyðslu á vinnu- afli. I Stokkhólmi vinna 40% giftra kvenna utan heintilis og Jtykir ekki umtalsvert. Það er reynt að skipuleggja heimilisstörfin til samræmis við hin breyttu vihorf, og kon- urnar una vel sínu lilutskipti. Þær fá þann- ig aukin tækifæri til að Jrroska hæfileika sína og taka meiri Jrátt í þjóðmálum. Þær eru fjárhagslega óháðar manninum, sem er meira virði en maður gerir sér grein fvrir í iljótu bragði og ábyrgð á hag heimilisins deilist réttlátar á báða makana. Svona lífsviðhorf er sjálfsagt andstætt áliti broddborgarans, en svo var einnig kosn- MEI.KORKA 19

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.