Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 24
SÆNSK BARNAHUSGOGN Barnaherbergið þarf að vera rúm- gott og bjart, búið sterkum hús- gögnum. Húsgögnin, sem myndin sýnir, eru öll úr furu, stráborin eða lökkuð. ingarréttur kvenna, og svo eru alltaf allar breytingar á fyrri lífsvenjum þyrnir í aug- um staðnaðrar lífsspeki. Hin öra þróun á öllum sviðum verður að ná til lieimilanna líka. Hingað til hafa þau orðið utangátta í þeirri þróun, og sú stöðn- un setur merki sitt á húsmóðurstöðuna. Húsmóðurina vantar flug hins frjálsa ein- staklings. Hún er ef til vill í starfinu af nauðsyn, án löngunar, þar sem venjulega er ekkert val í því efni. Persónuleikinn bíð- ur hnekki við það. Kona framtíðarinnar mun ekki sætta sig við að velja annaðhvort hjónaband eða það lífsstarf, sem hugur hennar stendur til. Hún tekur hvorttveggja, ef henni býður svo við að horfa, en ef liún velur húsmóðurstarfið, sem aðalstarf, gætir hún þess vandlega að rjúfa aldrei með öllu böndin við atvinnu- lífið til Jress að geta livenær sem er snúið sér að Joví aftur, ef aðstæðurnar gefa tilefni til þess. Hún hafnar þeirri sæmd að vera Jrræll á eigin lreimili og umfram allt afsahar hún sér ónytjungsstöðunni sem stofuprýði. Til þeirra hluta eru stólar og borð gagnleg. Þjóðfélagið hefur mikla þörf fyrir hæfi- leika livers einstaklings, og það blundar svo mörg snillin í húsmóðurinni, sem aldrei fær notið sín vegna hleypidóma og þröngsýni — og eigingirni, mætti bæta við. Þjóðhagslega séð er aðkallandi að breyta til í Jressu efni, og fyrir konuna er það lífsnauðsyn. Til Jress 20 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.