Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 30

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 30
þar yfir, á ölln landinu. Fávitarnir eru mara á heimilunum og það íer einnig miklu bet- ur um þá á hæli, sem miðað er við þarfir þeitra. Arnfinnur Jónsson flytur nú breyt- ingartillögur við lögin um fávitahæli þess efnis, að ríkið verði nú skyldað til að reisa slík liæli. Fjöldi kvenna innan allra pólitískra flokka mótmælti því, að ákvæðin unr ekkju- bætur og greiðslur til einstæðra mæðra voru felldar niður, er tryggingarlögin voru af- greidd. Og nú í vetur liélt Kvenréttindafé- lag Islands opinberan fund til þess að krefj- ast endurbóta á lögunum. Steingrímur Að- alsteinsson flytur nú breytingartillögur við lögin þess efnis, nreðal annars, að hlutur ekkna og einstæðra mæðra verði réttur, en Katrín Pálsdóttir gerir á öðrum stað í blað- inu nánar grein fyrir þessu máli. Loks hafa á þessu þingi verið sett lög um afstöðu foreldra lil óskilgetinna barna, og felast í þeinr lögunr ýmsar réttarbætur bæði fyrir ógiftar mæður og börn þeirra. Það er sjálfsagt engin tilviljun, að öll þau mál, er lrér um ræðir, að einu undan- skildu, eru flutt af þingmönnum sósíalista. Það er liugsjón sósíalismans, að konunni sé ekki einungis veitt fullt jafnrétti á pappírn- unr, heldur sé það einnig trvggt, að hún geti notið þess jafnréttis. En til þess að hún geti það, þarf að tryggja aðstöðu hennar senr nróður, afnema það nrisrétti, sem enn ríkir milli kynja í fjárhags- og atvinnulíf- inu, og síðast, en ekki sízt, gera henni mögu- legt að búa fjölskyldu sinni notalegt heinr- ili, án þess að hún þurfi að sligast í fjárhags- basli og heimilisannríki. R. K. BROT ÚR VIÐTALI við Vivian Mason, svarta menntakonu frd Bandaríkjunum Nazisminn er að velli lagður. Að nrinnsta kosti í orði kveðnu. Þeir tímar eru liðnir, er menn urðu að láta fletta upp í gömlunr kirkjubókum og skrifa vottorð til sönnunar því, að enginn dropi af gyðingablóði leynd- ist í æðum þeirra. Að því nráli ósönnuðu hefði þeim ekki verið frjálst að setjast á bekk með öðru fólki né sækja leikhús og kvikmyndahús né ganga í búðir samtímis öðru fólki. Þeir tímar eru liðnir, er það þótti leyfilegt að smána nrenn eða hrækja á þá vegna þess að þeir hefðu öðru vísi vaxið nef en algengast var, eða refsivert að gera einkavini sínum greiða, ef það sannaðist, að iiann væri kominn af hinum útskúfaða kyn- þætti. Gegn þessum ósiðum var barizt til sigurs í síðustu heimsstyrjöld, eða svo skyldi maður ætla að verið lrafi. Óvildin til fram- andi kynþáttar er samt djúprættari en svo, að hún láti skipast við fyrsta högg. Frá landamærum Póllands berast fregnir af nauðstöddu fólki, sem er á flótta undan kynþáttahatrinu. í mörgum af fylkjum Bandaríkjanna eru enn í gildi lagafyrir- mæli, sem valda misrétti milli livítra manna og svartra, og eru raunar í beinni mótsögn við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnrétti allra þegna Bandaríkjanna. í tuttugu og átta af fylkjunum eru hjónabönd milli hvítra og svartra ólögmæt. I öllum Suður- ríkjunum er svertingjum bannað að stíga fæti inni í hús hvítra manna nema til þess eins að vinna þar einhver þjónustu- eða skítverk. Svertingjar eru látnir búa í sér- stökum borgarhverfum. Börn þeirra eru lát- in ganga í sérstaka skóla. (Kostnaður til fræðslu er 59 dollarar á ári handa hverju livítu barni, en aðeins 9 handa liverju 26 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.