Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 16
Kvennafundir á Norðurlöndum Eftir Petrinu Jakobsson í marzmánuði héldu kommúnistaflokk- arnir í Noregi og Svíþjóð kvennafundi. Fulltrúar voru kosnir í öllum flokksdeild- um. Á fundinum í Osló dagana 7. og 8. marz rnættu 300 fulltrúar, auk gesta frá öll- um Norðurlöndum að íslandi meðtöldu, en á fundinum 14. og 15. marz í Stokkhólmi voru 250 fulltrúar auk ritlendra gesta. Það var lærdómsríkt fyrir okkur íslend- inga að sitja þessa fundi. Stríðsárin höfum við lítið getað fylgzt með lífsbaráttu alþýðunnar á Norðurlönd- um. Við heyrðum aðeins óljósar fréttir af mót- stöðuhreyfingu fólksins í Noregi. Við heyrð- um um aftökur þeirra manna, sem heldur vildu láta lífið en beygja sig fyrir oki fas- ismans. Á þeim árum urðum við oftast að geta okkur til um það, hvernig kvenþjóðin stóð sig á þessum erfiðu tímum. Af þeim fóru litlar sögur aðrar en þær, að margar hverjar voru teknar og fluttar í fangabúðir í Þýzkalandi tif þrælkunarvinnu. Margar létu þannig lífið. Konurnai' vilja halda baróttunni áfrarn til þess að tryggja friðinn Nú er Noregur aftur frjáls. Konurnar koma saman til þess að ræða mál sín, og kjörorð þeirra er: Fyrir friði, lrelsi og iýð- ræði —. Hér heima geta verið konur, sem segja: Nú eru þýzku nazistarnir sigraðir og fluttir á burt, er þá ekki allt. í lagi, þarf enn að berjast l'yrir friði, frelsi og lýðræði? Þessu svöruðu norsku og sænsku konurnar skil- merkilega á fundum sínum. Petrina Jakobsson Stríðið kenndi konunum mikið. Ég held, að flestum konum hafi lærzt, að það var sama livað konan lagði mikla aliið og vi-nnu í það að hafa heimili sitt óaðlinnanlegan griðastað fyrir fjölskyldu sína. Það var ekkert öryggi í því, eftir að innrásarher hafði lagt undir sig landið og reynt að kúga þjóðarheildina, fótumtroðið hverja frjálsa hugsun og drepið eða hneppt í varðhald hvern þann, sem vildi vera frjáls. Þess vegna gengu konurnar líka af heilum liug út í starf til andstöðu við fasistana og til j^ess að eyðileggja fyrir þeim, enda Jrótt þær hættu lífi sínu og sinna. Þessar konur vilja gera meira en að hugsa um öryggi lieimila sinna. Þær vilja ná til annarra kvenna, út fyrir flokksbönd og út fyrir landamerki sín, þær vilja fá konur til þess að fylkja sér til bar- áttu fyrir raunverulegu lýðræði í heimin- 12 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.