Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 7
búnaðar íbúða, en jafnframt er vitað, að nú er byggður urmull af íbúðum til sölu og leigu, svo ófullkomnum, að eftir fá ár eða áratugi verða þær dæmdar óhæfar. Þess vegna er orðið bráðnauðsynlegt að setja lágmarkskröfur um stærð íbúða mið- að við fjölskyldustærð og um innra búnað slíkra íbúða. Samkvæmt skýrslu Arnórs þurfum við að byggja fyrir 180—200 millj- ónir á ári, og það er ekki sama, hvernig þessunr milljónum er varið, eða hvað lengi við getum búið að þeirn. Annað er það, sem menn verða að skilja og viðurkenna í þessu sambandi, en það er, að barnalegt er að hugsa sér nú á dög- um að byggja hús öðruvísi en að gera sér nákvæmlega grein fyrir því, hvernig bæjar- hverfið og bærinn á að vera. í Englandi og Svíþjóð er nú mikið rætt um þetta, og mér er kunnugt um, að minnsta kosti Svíar gera nú hverja tilraunina af annarri til að byggja á þennan liátt. íbúum hverfisins er þá ekki einungis séð fyrir hinum einstöku íbúðum, heldur einnig öllu því sameiginlega liús- næði, sent nauðsynlegt er í hverju bæjar- hverfi. Þetta skipulag bæjarhverfanna hefur geysilega þýðingu fyrir húsmóðurina. Hvernig eiga íbúðirnar að vera og hvern- ig eiga hverfin að vera? Það þarf að ræða meira um þessi mál en gert er. í fyrsta lagi af sérfræðingunum sjálfum og í öðru lagi af fólkinu, sem á að byggja l'yrir. Á öðrum stað í blaðinu er aðeins minnzt á frumvarp, er Sigfús Sigurhjartarson flytur nú á Alþingi um Byggingarstofnun ríkisins. Vil ég skora á alla, sem álniga hafa á þessum málum að kynna sér frumvarpið, því að í því virðist mér lagður grundvöllur, sem mætti byggja framtíðarlausn þessa vandamáls á. Ef nokkur mál snerta konur meira en karla, eru það ekki sízt húsnæðismálin. Hús- móðirin, sent heima vinnur, stendur í stöð- ugu návígi við húsnæðiseymdina, og liún sér börn sín fyrst bíða tjón. Það fer einnig mjög eftir haganleik húsnæðisins óg.skipu- lagi bæjarhverfisins og jteim sameiginlegu þægindum, sem það veitir, livort gift kona, sem jjess óskar, getur rækt starf utan lteim- ilis eða ekki. Ef okkur skortir vinnukraft, svo að jrað Jrurfi að há byggingarfram- kvæmdum og öðrum framkvæmdum, mætti líka taka þetta atriði til athugunar. Mér hefur oft fundizt á kvennafundum, að konur skiptist ekki í flokka um ltúsnæð- isvandamálin, og jtess vegna skora ég á allar Jrær konur, er jietta lesa, að heijast nú handa og vinna markvisst að Jjessum málum, Iiver innan síns stjórnmálaflokks. Konurnar eru oftast fljótari til átaka í ýmsum mannúðar- málum, en við skulum hafa Jiað hugfast, að jrað er ekki rétt að líta á jressi mál eingöngu frá því sjónarmiði. Við verðum líka að líta á þau frá |>ví sjónarmiði, hvað borgar sig ekki fyrir þjóðarheildina. Það hefur engin Jrjóð lengur ráð á því að viðhalda ]>eim pestarhælum og afbrotagróðrarstíum, sem slæm húsakynni eru. Við íslendingar erum fámenn þjóð og höfum því enn síður ráð á að skerða starfsorku mikils hluta jrjóðar- innar með óhæfu húsnæði. Um konuna Pólska konan, Marie de Rozwadowska Juraz, hefur ritað mikið urfi konur í styrjaldarlöndun- um og segir meðal annars: Þær verða flugmenn og loftvarnarhermenn. Þær ná valdi á störfum, sem áður hafa eingöngu verið í höndum karla, en ]>að veldur j>ví, að betra jafnvægi kemst á milli kynjanna. Aðdáun kon- unnar á hermanninum hefur minnkað að mun, Jrar sem hún hefur tekið ]>átt í hinu margdáða hetjulega starfi hans. og tilbiður því ekki lengur hernaðar-hetj ugloríuna, heldur berst af öllum mætti gegn styrjaldarbrjálæðinu. MELKORKA 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.