Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 13
KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS 40 ÁRA
Hinn 27. janúar síðastliðinn varð Kvenréttindafélag íslands 40 ára. — Afmælisins var
minnzt með samfelldri dagskrá í útvarpinu og fjölmennu hófi í Oddfellowhöllinni.
Einnig gaf félagið út stórt og vandað afmæíisrit um sögu og starfsemi félagsins á þess-
um árum.
MYND AF STJORN K. R. F. I. talið frá vinstri, neðri röð: Charlotta Albertsdóttir, gjaldk.,
Sigriður Magnusson, form. Efri röð: Nanna Ólafsdóttir, Ragnh. Möller og Svafa Þorleifsd.
manni, sent aðeins á vinnuorku sína, fjár-
hagslegt öryggi með þjóðfélagstryggingum.
Öll Norðurlöndin og England, svo að ná-
grannar séu nefndir, liafa komið á hjá sér
almannatryggingum, og alls staðar er sama
sagan: Tryggingarnar veita ekki nema brot
af því öryggi, sem alþýðuna hefur dreymt
um að öðlast og henni með réttu ber.
Alls staðar stendur á því sama. Fjármagn-
ið vantar, hversu rík sem þjóðin er. Aðeins
í Ráðstjórnarríkjunum eru tryggingar jafn-
vel fjölþættari en alþýðuna hér á Vestur-
löndum hefur dreymt djarfast. Nær allur
kostnaður við þær er borgaður af atvinnu-
tækjunum. Einstaklingsiðgjöld til þeirra
trygginga eru ekki til.
Að öllu samanlögðu hygg ég, að þessi
nýja löggjöf okkar sé sí/.t verri en trygginga-
löggjöf á Norðurlöndum er, og í sumum
tilfellum betri. El’ ti 1 vill hefur skipun Al-
þingis og pólitísku skilyrðin þar átt mik-
inn þátt í, að þessi árangur náðist. Og svo
Itak við allt hinn sterki vilji verkafólksins
og samtök þess, sem eru róttækari hér en
annars staðar á Norðurlöndum. Og enn
mun svo fara, að viðunandi endurbætur á
löggjöfinni munu því aðeins fást, að vilji
fólksins og samtök séu nægilega öflug.
MELKORKA
9