Melkorka - 01.05.1947, Page 17

Melkorka - 01.05.1947, Page 17
um, lýðræði, sem tryggir þjóðunum frelsi og mannkyninu frið. Norski þingmaðurinn Kirsten Hansteen, fyrrverandi ráðherra, sagði í ræðu sinni um Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna, sem stofnað var í París 1945: „Stríðsæsinga- mennirnir eru strax farnir að tala um 3ja heimsófriðinn, áður en sárin eru byrjuð að gróa. — Samvinna lýðræðisaflanna í hverju landi er eina vörnin. Konurnar geta ekki setið hjá. Við verðum að lialda áfram bar- áttunni fyrir bróðurkærleika, friði og frelsi.“ Hún benti einnig á það, hvaða hætta staf- aði af því, að fasistaríkið á Spáni fengi að vera óáreitt í skjóli afturhaldsaflanna í heiminum og ógna friðnum með tilveru sinni og kúgun. Sænski þingmaðurinn Gerda Linderot benti líka á það í sinni ræðu, „Konurnar, lýðræðið og friðurinn", að baráttan fyrir lýðræðinu væri um leið barátta fyrir friðn- um, aukin réttindi til handa konum væri aukið lýðræði og þar með efling friðarins. Laun eftir hæfni, ekki eftir kynium Þetta var aðalkjörorð fundarins í Stokk- hólmi. Á kreppuárunum var á Norðurlöndum líkt og hér amazt við konum í atvinnu, ut- an heimilanna. Nú horfir þetta öðruvísi við. Til þess að uppbyggingar- og framfaraáform Norð- manna nái fram að ganga, verður að auka stórkostlega vinnuafköstin, frá því sem þau eru nú. Aukið vinnuafl verður livergi hægt að taka, nema hjá kvenfólkinu, sem áður var skyldað til þess að vera á heimilinu. í Svíþjóð er líka mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Ef áætlanir Svía um aukna frarn- leiðslu og bætta afkomu eiga að verða raun- veruleiki, þá verða konur í tugum þúsunda að vinna að framleiðslustörfum. Báðir jiessir fundir ræddu öll áhugamál kvenna ýtarlega og samjrykktu ályktanir, senr svo voru lagðar fvrir ríkisstjórnir og verkalýðsfélagasambandið. Samþykktir Oslófundarins í Osló fór nefnd kvenna á fund forsætis- ráðherrans með jressar samjrykktir: „Landsfundur kvenna, haldinn 8. og 9. marz þ. á. að tilhlutun norska Kommúnista- flokksins, hefur fjallað um jafnréttisstöðu konunnar í þjóðfélaginu. Fundurinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að konur hafi ekki í reynd fengið borgararétt. Vanmáttur þjóðfélagsins til Jress að vernda konuna sem móður, þrælkun hennar við heimilisstörfin, vegna vöntunar á tækni, undirgefnisafstaða hennar í atvinnulífinu og gamlar úreltar hugmyndir hindra konuna í því að neyta Jreirra borgararéttinda, sem hún Jró hefur hlotið að nafninu til. Þar eð ekki er hægt að tala um lýðræði í Noregi, þegar konum, sem er helmingur íbúanna, er bægt frá hin- um lýðræðislegu borgararéttindum, bein- um við Jrví til Stórþings og stjórnar að hefj- ast strax handa um eftirfarandi: 1) Sett séu lög, sem tryggja konuna sem móður og skyldar þjóðfélagið til að koma á fót þeim stofnunum, sem létta mæðrunum störf sín við barnaumönnun og uppeldi. 2) Heimilisstörf séu auðvelduð með ný- tízku íbúðum, ljósi, vatni og tæknilegum hjálparvélum, sem létta heimilisstörfin. 3) Konum séu veitt sömu réttindi sem körlum í atvinnulífinu. Samþykkt fundarins lrá 1946 um framkvæmd kröfunnar „sömu laun fyrir sömu vinnu“ verði hið bráðasta lögfest. 4) Ríkisstjórnin verður að reka pólitík, sem miðar að því að skapa öryggi og jafn- vægi og bæta afkomu þjóðarinnar bæði efna- lega og menningarlega. Skal fjár aflað til Jress með skattlagningu stórgróðans. 5) Skattalöggjöfin verður að breytast þannig, að byrðarnar komi á })á efnuðustu í þjóðfélaginu. Giftar konur, sem hafa einka- tekjur, skattleggist sérstaklega og óháð tekj- um mannsins. MELKORKA 13

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.