Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 20
Reykjavík er svo grátt og litlaust, að augum okkar veitir ekki af hverju litbrigði sem völ er á. Sinri er siður í landi hverju. Við Svíar setjum litina í umhverfi okkar í staðinn, en við erum dauðhræddir við að klæða okkur svo áberandi, að nokkur taki eftir fötunum. En iivað sem því líður, þá verð ég að viður- kenna, að íslenzku konurnar eru yfirleitt gæddar meiri kvenlegum yndisþokka en þær sænsku. Flestar ganga þær fallega, jafnvel þótt þær séu á of þröngum skóm, með of háa hæla, og þótt skórnir séu á engan liátt lagaðir eftir fótum þeirra. íslenzku kon- urnar hafa yfirleitt mjög fallegt hár, en mér finnst alltof margar eldri konur ganga of lengi með liárið hangandi í stað þess að setja jrað upp. Það er notalegt fyrir útlendinga að horfa á stúlkurnar hér, en því miður get ég ekki sagt, að mér finnist það sama um karlmenn- ina. Þeir eru yfirleitt ekki snyrtilegir. Hvers vegna hneppa þeir ekki frökkunum, og er ekkert hugtak eða hlutur til hjá þeim, sem Jieitir greiða. — Hefurðu kynnzt íslenzkum konunr mikið? — Ekki get ég sagt það, og ég verð að segjá, að mér finnst áhugamálin töluvert önnur lijá sænskum konum við svipaða Jrjóðfélagsaðstöðu. Hér er Jrað útsaumur, t'it- saumur og aftur útsaumur og framhaldssög- ur. Einu sinni voru fimm konur í boði að tala um einhvern, sem hafði dottið í stiga! Eg fór að hlusta og hélt Jrað væri kannske frænka einhverrar, en Jrá var það bara ein persónan í framhaldssögu Morgunblaðsins, sem hafði dottið. Fyrst skildi ég ekkert í þessum útsaum annað en það, að mér fannst hann vera of tímafrekur. En nú veit ég, að Jtar birtist Jrrá íslenzku konunnar eftir fegurð og tilbreyt- ingu, og þið eigið miklu minni völ á að kaupa fallega hluti til Jiess að prýða með heimilin, heldur en við eigum heima. En mér finnst synd, að ekki skuli eiga sér stað meiri listræn nýsköpun á þessu sviði. Kunningjakonur mínar í Svíjrjóð áttu önnur áhugamál. Giftar jafnöldrur mínar stunduðu flestar eitthvert starf. Þær ræddu mikið um barnaujjpeldi (mér finnst að íslenzkar konur leggi minni metnað i að vera góðar mæður og félagar barna sinna). Frístundunum vörðu þær til Jtess að fylgjast með í bókmenntum, listum og félagsmálum. Nú máttu ekki misskilja ‘ mig og halda, að ég ímyndi mér, að Jretta sé einkennandi fyrir allar konur í Svíjojóð, en ég er aðeins að bera saman konur með svipaða ])j()ðié 1 agsaðstciðu J)ar og hér. Yfir- leitt finnst mér allar liugmyndir ykkar um konuna og hvað lienni beri að gera vera eins og hjá okkur fyrir aldamót, eða um það bil 50 ár á eftir tímanum. — Heldurðu að J)að sé }:>ess vegna sem íslenzku konurnar eiga að þínu áliti meiri kveniegán Jrokka en þær sænsku? — Eins og við vitum báðar, er Jretta liættuleg spurning. Það er vissulega auð- veldara að hafa fallegt göngulag, þegar mað- ur þarf ekki að flýta sér. En ég lield ég myndi samt óska íslenzku kvenjrjóðinni lieldur meiri áhuga á því, sem er að ger- ast í kringum hana, í trausti þess, að það skemmi ekki yndisþokkann að mun. — Mér var sagt, að almenn menntun væri hér meiri en víða annars staðar, og áhugi fólksins fyrir alls konar fróðleik, vís- indum og listum væri mikll. Mér hefur oft fundizt þetta vitleysa, sérstaklega að því er kvenþjóðina snertir. Mér finnst menntað fólk hér vita minna um evrópska mynd- list og hljómlist en sams konar fólk heima, en ég skil líka af hverju þetta stafar. Hér eru livorki söfn né söngleikahús og menn hafa átt svo lítinn kost á að kynnast nokkru á þessu sviði. Þekking á bókmenntum og þó sérstaklega Ijóðum er mikil og áhuginn ein- lægur, eins og mér hafði verið sagt. — Allir íslendingar, sem til Svíjrjóðar hafa komið, tala um hina um of kprteisu Svía. Hvað segir þú um okkur í staðinn? — Mér finnst afgreiðslufólk í búðurn 16 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.