Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 2

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 2
Veljið yður fegurstu bækurnar Eitt af hinum eilífu verkum sem lesið verður kynslóð fram af kynslóð vegna heillandi fegurðar sinnar og manngöfgi höfundar er JÓHANN KRISTÓFER eftir Romain Rolland franska nóbelsverðlaunahöfundinn. Jóhann Kristófer er saga tónsnillings þar sem Beethoven mun vera aðalfyrirmyndin, og er hún óviðjafnanlegur unaðslestur. Þórarinn Björnsson skólameistari þýðir sög- una og með afbrigðum vel. Verkið er á frönsku í tíu bind- um, en verður fimm bindi á íslenzku. Fyrsta bindið kom fyrir tveim árum og er næstum uppselt. Annað bindið kemur í haust. Þeir sem vilja eignast verkið verða að hafa hraðan á að tryggja sér það. Verð 1. bindis 35 kr. heft, 48 kr. í rexínb. og 70 kr. í skinnb. Annað bindið verður a. m. k. ekki dýrara. Onnur skáldsaga sem getið ltefur sér heimsfrægð er DITTA MANNSBARN eftir Martin Andersen Nexö Hún er saga konunnar frá upphafi vega, hinnar fátæku fórnandi konu, saga af ást liennar sem gefur öllu líf, kraft og vernd og ef eins og uppspretta úr duldum djúpum náttúrunnar sjálfrar. — Örlög Dittu eru átakanleg og dul- úðug. Enginn les sögu hennar án þess að verða gagntekinn af henni. Ditta stríðir við örbirgð, það hlaðast að henni raunir annarra, en hún á þá auðlegð hjartans sem ekkert fær bugað. — Sagan er í góðri þýðingu eftir Einar Braga Sigurðsson. Verkið er í tveim bindum og kemur hið síðara nú fynr jólin. — Verð fyrra bindisins 36 kr. ób., 50 kr. í rexínb., 65 kr. í skinnb. Báðar bœkurnar homa út á forlagi Heimskringlu Fdst hjá öllum bóksölum, eða beint jrá Bókabúð Máls oq menningar Laugavegi 19 . Sími 5055 MELKORICA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.