Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nantia Ólajsdóttir, Skeggjagötu 1, Reykjavík, simi 3156 • Svaja Þórleijsdóttir, Hjallaveg 14, Reykjavik, simi 6685 Þóra Vigfúsdóttir, Njálsgötu 72, Reykjavik, simi 5199 Utgefandi: Mál og rnenning FÖÐURLAND — MÓÐURMÁL Eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur Við erum því vanar, konurnar, að sjá þess víðast iivar merki, e£ við á annað borð tökunr ettir því og hugsum um það, að það eru yfirráð karlmannsins bæði heima fyrir og út á við, senr setja sinn svip á flestar erfðavenjur, bæði í fjölskyldulífi og þjóð- lífi, og þá vitanlega einnig málvenjur í þessum samböndum. Það er enn í dag talað um, að eiginmaðurinn Iiafi konn og börn á framfæri sínu, og ætlar að verða erfitt að losna við þá málvenju og þann skiining á vinnu konunnar, sem honum fylgir. Heim- ilisfaðirinn eða landsfaðirinn eru ímynd guðs, og vald þeirra liefur áður fyrr fengið ljóma sinn af veldi drottins, sem auðvitað er karlkyns. Rannsóknir á þessu sviði, t. d. í sambandi við málvenjur, mundu vera ákaflega fróð- legt og yfirgripsmikið efni, skemmtilegt verkefni fyrir einhverja af okkar ungu, lærðu konum, en út í það verður ekki farið lengra hér. Ég vildi aðeins benda á það, að á einu sviði hefur málvenjan að mér finnst gert karli og konu jafnhátt undir höfði, og það er í orðunum tveimur, sem ég valdi sem fyrirsögn að þessari grein: „Föðurland — móðurmál". Hvað tákna þá þessi orð? Hvert er inntak þeirra? Þau eru í raun réttri og hafa verið það í huga kynslóðanna, hverrar fram af annarri, tákn föðurlandsástarinnar, tákn sambandsins á milli manneskjunnar og þeirrar jarðar, sem ól ltana. Látum svo vera, að landið sé land föðurins, karlmaðurinn hefur hvort sem er alltaf talið sér allar jarðneskar eignir, en málið, það er mál móð- urinnar, það mál, sent barnið lærði fyrst við móðurkné, og tengdi það fyrst umhverfi sínu með ljósi skilningsins. Það er hin and- lega sól, sem skín yfir ættjörðinni, skýrir þýðingu hennar og tendrar elskuna til föð- wrlandsins. Þetta tvennt, land og mál, getur hvorugt án annars verið, því livað er föður- larnl án móðurmáls? Land, sem er að glata börnum sínum á þann hátt, að nýjar þjóðir eða þjóðasambönd eru að ná þar yfirráðum, og nota þá nýtt og framandi tungumál. Hvað, er móðurmál án föðurlands? Tunga landflótta manna, eins og liebreskan hefur verið Gyðingunum undanfarnar aldir. MELKORKA 43

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.