Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 9
Fyrsta kvennablað á Islandi Eftir Þóru Vigfúsdóltur Sigriður Þorsteinsdóttir Þótt öldin sem er að líða sé oft kölluð öld konunnar, er það eigi að síður nítjánda öld- in er færði konum víðtækari mannréttindi en nokkur öld áður í sögu mannkynsins. Á síðustu tugum ltennar fór kvenfrelsishreyf- ingin eldi um löndin og hóf merki jafn- réttis hátt á loft. Konur mynduðu með sér félagssamtök, ekki sérstökum stéttum kvenna í hag, heldur til að rétta við hlut allra kvenna um allan heim. Hugsjónir kvenfrelsislneyfingarinnar fylltu hetjumóði fjölda kvenna, er sögðu öllu afturhaldi og gömlum hleypidómum stríð á hendur. Þær stofna livert félagið á fætur öðru er starfa að sérmálum þeirra. Fyrirlitnar og ofsóttar af blindri samtíð héldu þær ótrauðar og hugrakkar uppi fána mannréttinda og jafn- réttis. Þær tóku að stunda nám við háskóla, gegna embættum og ýmsum störfum, sem enginn hugði þær áður færar um. Öld kon- unnar var að rísa. Og kvenréttindastefnan barst einnig til íslands og eignaðist þar sína eldheitu for- mælendur. Við þekkjum allar brautryðj- andann og baráttukonuna Bríetu Bjarn- héðinsdóttur. Við vitum að hún skrifaði sína fyrstu grein í Fjallkonuna 1885 er hún nefndi „nokkur orð um frelsi og menntun kvenna“ og við vitum einnig að hún er fyrsta konan á íslandi, er flutti opinberan fyrirlestur í Reykjavík „um hagi og réttindi kvenna“ og við vitum að það var hún, sem gaf út hið merka blað sitt „Kvennablaðið“ í tuttugu og fimrn ár. Á þessum árurn var kvenréttindahreyf- ingin íslenzka nátengd baráttu þjóðarinnar fyrir fullu sjálfstæði við erlent vald og það mætti nefna nöfn margra annarra mikil- hæfra kvenna frá þessunt tímum, er sagan mun geyma, kvenna sem „fundu til í storm- um sinnar tíðar“ og við dáumst að enn þann dag í dag. Meðal þeirra eru seyðfirzku mæðgurnar, Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir, ritstjórar Framsókn- ar, fyrsta kvennablaðsins er konr út á ís- landi. Okkur nútínra konunr finnst það dálítið einkennilegt að fyrsta blaðið er barðist fyr- ir jafnrétti konunnar í þjóðfélaginu skyldi lrelja göngu sína í litlu þorpi á Austurlandi, en ekki í höfuðborginni sjálfri. En unr og fyrir aldamótin var Seyðisfjörður einn nresti uppgangs- og menningarbær á landinu. Sildin senr þá óð uppi rétt fyrir utan land- steinana skapaði verðmæti og velmegun, að minnsta kosti þeirra senr atvinnutækin áttu. Austfirðir lágu þá í þjóðbraut og engan Ingibjörg Skaptadóttir MELKORKA 49

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.