Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 25
TÍZKAN BREYTIST Eftir Gretlie Benediktsson Skeyti frá París: sídd pilsanna er þetta rnarga sentímetra frá gólfi, — auglýsing frá Ameríku: ný undrasmyrsl, — dönsk tízku- blöð: Lundúna-tízkan stillir í ltóf fyrilmæl- um frönsku tízkuhúsanna. Þannig áfram og áfram. Hraðinn einn í þróun og útbreiðslu er öðruvísi en áður, tízkan er stöðugt að breytast nú senr fyrr, oftast svo að ekki ber mjög mikið á, stundum í stökkum. Alltaf hafa konur og karlmenn reynt að fylgjast með breytingunum, aðeins tiltölu- lega örfáar undantekningar itafa spyrnt á móti; fleiri liafa farið út í öfgar til að þykj- Madame de Sévigné ast ,,móðins“ á livaða sviði sem er, — þó sjaldan eins rækilega og rómverskar keisara- ynjur, er létu myndhöggvara gera brjóst- rnyndir af sér með lausum hárkollum, til þess að vera búnar við tízkubreytingum! Oft hafa nýjar tízkur þótt hlægilegar eða klaufalegar, en samt hafa þær oftast nær sigrað. Á seytjándu öld skaut upp mörgum einkennilegum hárgreiðslum með alls kon- ar skrauti við frönsku hirðina. Ein þeirra var kölluð „á la Hurlubrelu“, — eins kjána- leg í okkar augum og nafnið sjálft. Urn hana skrifar tígín frönsk kona, Madame de Sé- vigné dóttur sinni árið 1671, þegar fræg tízkudrós kom henni á framfæri: „Ég hef skemmt mér vel yfir Hurlubrelu-hárgreiðsl- unum; mig gæti langað til að skella lófan- um ofan á sumar þeirra. 'Ég er sammála Ninon sem sagði: „La Choiseul greifynja var alveg eins og grænmetisskál á lélegæi knæpu.“ Líkingin var fyrirtak." — En ári síðar hefur Madame vanizt þessu, meira að segja skrifar hún að hún sé búin að láta klippa hár dótturdóttur sinnar og greiða það á la Hurlubrelu sömu greiðslunni sem var svo hlægileg árinu áður. Og aumingja barnið var aðeins hálfs annars árs að aldri. Einkennileg er yfirleitt sú tilhneiging að klæða smákrakka eins og fullorðið fólk. Ég sá um daginn í íslenzku dagblaði ameríska mynd af móður og barni á alveg sanis konar náttkjólum og inniskóm og með sömu hár- greiðslu. í sjálfu sér alveg saklaust; en á Nationalmuseet í Kaupmannahöfn eni geymd nokkur tvö hundruð ára gömul líf- stykki, meðal annars tvö á stelpur, fjögra— fimm ára garnlar. Þau eru engu síður hrein píningartæki en lífstykki fullorðinna MELKORKA 65

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.