Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 29

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 29
 ísskpáur, Westinghouse, stærð 7 kúp.fet Verð: Kr. 2.897,62 þar af dýrtíðarsjóðsgjald kr. 1.073,32 (Vmboðsm. Samband isl samvinnufélaga) Erfiðleika húsmæðranna þarf jafnt að leysa fyrir því og innflutningur heimilisvéla á sanngjörnu verði er í áttina. Tæknin þarf að komast inn á heimilin, eins og í allar aðrar starfsgreinar. Til fróðleiks er rétt að hnýta því hér aftan í, að fleiri stéttir en húsmæðurnar komu ti'l greina sem skattgreiðendur í dýr- tíðarsjóðinn. í ríkisstjórninni og á Alþingi var gaumgæfilega leitað eftir tekjustofnum í sjóðinn. Á Alþingi kom fram tillaga frá formanni fjárveitinganefndar um að láta heildsalana greiða l/£% gjald af verði þeirr- ar vöru, sem þeir flyttu inn. í hneykslun sinni yi'ir þessari tillögu sagði stærsta blað landsins um afgreiðslu hennar, að „þessi einstæða“ tillaga hefði auðvitað verið felld. En það olli þessu sama blaði einskis hugar- angurs að húsmæðurnar voru látnar greiða 100% af verði hjálpartækja á heimilin. Búvélar bænda eru jafn eftirsóttir gripir og heimilistæki, og það að vonum. Framboð á hvoru tveggja er lítið, rniðað við eftir- spurnina. Það hvarflaði að mönnunum í ríkisstjórninni, að vélar til bænda gætu dregið álitlegar fúlgur í dýrtíðarsjóðinn með samskonar skatti og heimilisvélar, og var komið á fremsta hlunn með að fram- kvæma Jretta, þegar upp rann ljós fyrir ein- hverjum: Hvað verður þá um atkvæði bændanna? Það reið baggamuninn. Búvél- ar voru ekki skattlagðar. Um atkvæði Iiús- mæðranna skeytti enginn, þau eru livort eð er á vísum stað. Að undirlagi ríkisstjórnarinnar dæmdi meirihluti Alþingis heimilistæki að vera munað og skattlagði þau samkvæmt því. Það sýndi lítinn skilning á högum Jress hluta Jregnanna, sem gegnir húsmóðurstarfinu. Er þá orðið nokkuð sama hvar í sveit konunrar standa, hvort þær stunda húsmóðurstarfið eingöngu eða vinna utan heimilis. Þær eiga allar jafn litlum skilningi að mæta af hendi. löggjafarsamkundunnar (sbr. afgreiðslu of- angreinds máls svo og jafnréttisfrumvarps- ins). „Otto var kvensál, a£ því hann hafði ánægju og eðlis- ávísun til að snerta hrjúfum höndum veika sárabletti sálarinnar." „Hann reyndi nú að sínu leyti að leysa gátu kon- unnar, gátu, sem ef til vill er aðeins gáta fyrir þá, sem vilja finna þar vit í." „Konunni var ekki málið gefið til að segja það sem hún hugsar, sem betur ferl Pá væri úti um alla siðfræði í veröldinni ...“ (Romain Rolland i „Jóliann Kristófer") MELKORKA 69

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.