Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 33
En dag nokkurn var heimilisfaðirinn
venju meira drukkinn. Hann kom heim og
allt fór á kreik, búsáhöld, húsgögnin og eig-
mkonan. Þegar þessi dans stóð sem hæst
komu drengurinn og móleiti hundurinn
inn úr dyrunum. Þeir voru að koma úr leið-
angri.
Drengurinn tók undir eins eftir ástandi
föður síns. Hann skreið undir borðið, þar
sem reynslan hafði kennt honum að væri
sæmilega öruggur staður. Hundurinn hafði
ekki vit á slíkum hlutum og hafði, af eðli-
legum orsökum, enga hugmynd um hvað
var að gerast. Hann veitti því athygli að vin-
ur hans stakk sér skyndilega undir borðið.
Hann hélt að það þýddi hopp og leik. Hann
ætlaði að fara að trítla yfir gólfið til hans.
Hann var lifandi mynd af litlum, móleitum
hundi á leið til vinar síns. Á sömu stundu
kom hemilisfaðirinn auga á hann. Hann rak
upp siguróp og sló hundinn niður með
stórri kaffikönnu. Hundurinn rak upp sárs-
aukafullt öskur, blandið ótta og dýpstu
undrun, vatt sér á fætur og reyndi að kom-
ast í skjól. Maðurinn sparkaði af afli'. Hund-
urinn snerist í loftinu eins og hefði hann
lent út í straumiðu. Annað högg með kaffi-
könnunni lagði hann í gólfið. Drengurinn
æpti hástöfum og.réðist nti fram eins og
hugrakkur riddari'. Faðirinn skeytti ekki óp-
um drengsins, en sneri sér glaðklakkalega
að Iiundinum. Sá síðarnefndi virtist hafa
misst alla von um að komast undan, þar sem
hann hafði í einu vetfangi verið barinn nið-
ur tvívegis. Hann velti1 sér á bakið og rétti
svo undarlega fram loppurnar. Og með aug-
um og eyrum baðst hann vægðar.
En faðirinn var í skapi til að skemmta sér,
og honum datt í hug, að sniðugt væri að
kasta hundinum út um gluggann. Svo hann
teygði sig niður, greip í einn fótinn á dýr-
inu, sem brautzt um, og hélt því á loft.
Hann sveiíiaði hundinum yfir liöfði sér
tvisvar eða þrisvar sinnum, og þeytti honum
svo beint út um gluggann.
Fljúgandi hundurinn vakti undrun í
/---;-----------------------------------b
MELKORKA
kemur út þrisvar á ári.
Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 20 krónur.
í lausasölu kostar hvert hefti 8 krónur.
Gjalddagi er fyrir 1. okt. ár hvert.
Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og af-
greiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan
Reykjavíkur annast Svafa Þórleifsdóttir,
Hjallavegi 14 Reykjavík.
Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19.
Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins
eru enn fáanleg.
PKENTSMIÐJAN HÓLAR H•F
v_______________________________________J
byggingunni. Kona, sem var að vökva blóm-
um í glugganum andspænis, rak ósjálfrátt
upp hljóð og missti niður jurtapott. Maður
í öðrurn glugga hallaði sér hættulega langt
út, til þess að sjá betur flug hundsins. Kona,
sem hafði verið að hengja út þvott í húsa-
garðinum tók til fótanna. Hún var með
þvottaklemmur uppi í sér, en baðaði út
handleggjunum í ofboði. Hún var á að líta
eins og keflaður fangi. Börn hlupu dauð-
skelkuð.
Móleitur líkaminn molaðist á þakinu á
skýli 5 hæðum neðar. Þaðan valt hann nið-
ur á steinlagðan stíg.
í herberginu hátt uppi gaf barnið frá sér
hátt angistarvein, og flýtti sér trítlandi út úr
stofunni. Drengurinn var lengi að komast
niður á stíginn, því að liann var ekki stærri
en það, að hann varð að fara aftur á bak nið-
ur stigann, eitt þrep i einu og lialda sér báð-
urn höndum í þrepið fyrir ofan.
Þegar hann var sóttur niður seinna, sat
hann lijá líkama móleita vinarins.
MELKORICA
73