Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 23
öflum heims, Alþjóðasambandið skoðar sig þannig sem einn lið í baráttu sameinuðu þjóðanna fyrir varanlegum friði í heimin- um. Hvers vegna nefnist það Alþjóðasamband lýðrceðjssinnaðra kvenna? Aiþjóðasambandið tók ekki þetta nafn til þess að leggja áherzlu á að þær konur sem skipuðu sér þar væru hinir einu sönnu lýð- ræðissinnar, heldur kom það strax fram á stofnfundinum, að konurnar yfirleitt voru orðnar sannfærðar um að einungis lýðræðis- legt stjórnskipulag gætf hindrað fasismann og með því að berjast með lýðræðisöflum heims væru konurnar að vinna að varanleg- um friði og forða sjálfum sér og börnum sínurn frá nýjum skelfingum. Þessvegna berst Alþjóðasambandið einn- ig um leið fyrir algeru jafnrétti kvenna, svo áhrifa konunnar fái gætt í öllum mikilvæg- um málum. Er nauðsynlegt að berjast móti fasisman- um í dag? Fasismi Hitlers og Mussolínis er raunar hruninn í rúst, en það er ekki það sama og búið sé að uppræta hann úr heiminum. Það að Franco situr enn við völd á Spáni, er eitt dærni um að fasisminn lifir í bezta gengi. Fasismi er ekki eingöngu hernaðarlegt kerfi. Hann er einnig hugsunarháttur, sem er erfitt að uppræta, og við höfum enga sönnun fyrir að hann skjóti ekki upp höfð- inu dulbúinn annars staðar. Rauði þráður- inn sem gengur í gegnum alla starfsemi Al- þjóðasambands kvenna er sá, að meðan til er fasismi í heiminum er ekki hægt að treysta á varanlegan frið. Það var fasisminn, sem kom síðustu styrjöld af stað. Samtaka- máttur kvenna um allan heim verður að hindra það að slíkt geti endurtekið sig aftur. Er Alþjóðasamband kvenna ópólitískt? Alþjóðasamband kvenna vill sameina konur til baráttu móti fasisnta og fyrir friði, hvar í flokki sem þær standa, hvaða þjóð- erni sem þær tilheyra og hvaða trúarskoð- anir sem þær kunna að hafa. En það er ekki sama og það sé ópólitískt. Konur hafa nú loksins látið sér skiljast að pófitík er mál sem við kemur þeim sjálfum og hefur áhrif á lffsafkomu þeirra og lífshamingju og úr- slitaþýðingu fyrir framtíð þeirra, bæði frá þjóðlegu og alþjóðlegu sjónarmiði. Hvaða félagssamtök eru í ALK? Allskonar félög kvenna, fagfélög, pólitísk félög, friðarfélög, kvenréttindafélög, barna- vernd o. fl. Hve mörg kvennasamtök telur Alþjóða- sambandið? í október 1948 voru 52 kvenfélagasam- bönd í ALK og töldu til samans 85 milljón- ir kvenna. Þar eru kvennasamtök frá flest- um löndum Evrópu, Bretlandi, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, einn- 'ig frá flestum löndum í Mið- og Austur- Evrópu, þ. a. m. Sovétríkjunum, ennfremur Asíulöndum eins og Kína. Átta kvenfélög eru í ALK frá Bandaríkjunum,- 7 frá Suður- Ameríku, og rnörg félög frá ýmsurn ný- lenduríkjum í Afríku og Asíu. Annað þing Alþjóðasambands lýðræðis- sinnaðra kvenna var háð í Búdapest á Lfng- verjalandi í desember 1948. Þar mættu 390 fulltrúar frá 38 löndurn og 50 ólíkustu þjóðernum. En fulltrúaráð þess hefur hald- ið 5 fundi síðan ALK var stofnað, einn í Stokkhólmi, annan í Rómaborg í maí síð- astliðið vor. Deildir sambandsins í hinum ýmsu löndum hafa aukið mjög félagatölu sína á þessum árum og allt bendir til þess að þessi voldugu kvennasamtök séu að verða eitt af sterkustu friðaröflum heims. En styrkleiki þess liggur ekki eingöngu í þeim miljónafjölda, sem er á bak við það, heldur í hinni djörfu, lifandi og markvissu bar- áttu, sem hefur einkennt alla starfsemi þess hingað til. Það berst fyrir því að konur hvar sem er í heiminum fái notið réttar síns og beitir sér fyrir því að rannsaka kjör alþýðu- kvenna og barna í nýlendulöndunum, og MELKORKA 63

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.