Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 28
Strauvél, Thor Verð: ................... Kr. 1.330.00 þar af dýrtíðarsjóðsgjald — 552,93 (UmboÖsm. J. Þorláksson ir Norðm.) Þvottavél, B. T. H. I'erð: kr. 1.778,11 Sundurliðað: Innkaupsverð kr. 812,82 Verðtollur, vörut. og rafm.gj. — 134,25 Söluskattur (dýrtíðarsj.gj) . . — 69.16 Flutningsgj., uppskipun o. fl. — 164,88 Álagning innflytjanda........ — 191,00 50% dýrtíðarsjóðsgjald .... — 406,00 (Umboðsm. Rajtrckjasalan h.f., Rvtlt.) og ísskáp, sem mundi þýða nærri 1100 kr. til viðbótar. Hækkunina á sumum vélanna má sjá í skýringunum með myndunum á þessum síðum. Til viðbótar má geta þess, að straujárn, þessi ómissandi tæki á hverju heimili hækka úr kr. 68 í kí. 115 við skatt- gjaldið. Og þannig mætti lengi telja. Öll rafknúin heimilistæki, þverju naíni sem nefnast, eru skattlögð, nema eldavélar. Sem dæmi um tíma- og erfiðissparnað við notk- un þessara tækja, má nefna strauvélina. Hún sparar hluta þess tíma, sem venju- lega fer í að strjúka þvott, og losar að auki við allt erfiði. Nytsemi hrærivélar og þvottavélar þekkja flestir af afspum, að minnsta kosti. Er að undra þó að húsmæð- urnar renni löngunaraugum til heimilis- tækjanna og gremjist hin ótrúlega ósann- gjarna skattlagning ríkisstjórnarinnar á þau. Nú eru kosningar í nánd. Við erum þeg- ar farin að fá traustsyfirlýsingar flokka'nna um góða greind, þegar um er að ræða að kjósa rétt. „Meðtak lof og prís“ — fyrir kosningar. Bak við tjöldin er því hvíslað að stjórnmálaflokkuntim sé það nóg að vita hvern eiginmaðurinn kýs, þá er atkvæði eiginkonunnar á vísum stað. Rétt er það, að húsmæðurnar gefa sér lítinn tíma til þess að hugsa um það á hvern liátt stjóm- málaflokkarnir vinna að hagsmunum þeirra, sem bezt sást á því, að engin mót- mæli komu frá þeim gegn heimilisvéla- gjaldinu. Þær hafa lengstan vinnudag allra stétta og þessi fjölmennasta stétt landsins býr við verri starfsskilyrði af hálfu þjóðfé- lagsins en nokkur önnur, sjálfsagt ekki minnst fyrir það hve afskiptalitlar konurnar eru um þjóðmál. Og þannig má búast við að ástandið verði, þangað til konurnar lag- færa það sjálfar með þátttöku sinni í opin- berum málum. En í sambandi við þetta heimilistækjamál er nokkurnveginn víst að minna hefði orðið um innflutning heimilis- véla, ef tómahljóð í ríkiskassanum hefði ekki verið annarsvegar. Það afsakar þó eng- an, hvorki takmarkalausa ósanngirni stjórn- ar og Alþingis í garð húsmæðranna né deyfð kvennanna sjálfra í þessu hagsmunamáli. Hrærivél, Elektrolux Verð um kr. 1250,00, þar af dýrtíðargj. kr. 520,00 (Umboðsm. Satnsk-islcnzka vcrzlunarfélagið h.f.) 68 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.