Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 14
heimsstyrjöldinni stóð bjuggu þau erlendis,
aðallega í Frakklandi, en líka um alllangt
skeið á Ítalíu. Árið 1918 fæddist þeim sonur
og eftir það leituðust þau við að eyða sumr-
unum fjarri stórborginni, einkum á Bret-
agne-skaganum. Cora Sandel hefur vissulega
átt við mikla erfiðleika að etja á þeim tím-
um, er hún bjó í Frakklandi. Frarnar öllu
hafði stríðið áhrif, sífelldur óróleiki, ónóg-
ur matur handa barninu, og efnahagsleg
óvissa, svo að ég segi ekki tímanleg fátækt.
Hún hætti nú smám saman að mála, þótti
sér aldrei takast nógu vel. Fastlega má gera
ráð fyri'r því, að hún hafi sýslað við ritfæri
allan þann tíma, sem hún var í Frakklandi,
enda gaf hún snemma út laglega gerðar þýð-
ingar á frönskum ljóðum. Á þessu tímabili
komst hún oft í náin kynni við skandinav-
iska listamenn, en maður hennar fékk brátt
á sig nafn, er tryggði framtíðina. Cora var
aldrei neitt verulega áhugasöm samkvæmis-
kona í hinni glöðu nýlendu listamanna og
skálda. Óvæntur ástaróður fyrir utan glugg-
ann hennar um nótt varð til þess eins, að
hún smellti aftur gluggahlerunum bálreið í
stað þess að slá því upp í gaman, þó hún
væri vakin svona upp. Hún er engin krafta-
kona í eðli sínu, taugar hennar grípa allt,
og megum við lesendur hennar vera þakk-
látir fyrir það, enda þótt þessi tilfinninga-
næmi hljóti að hafa valdið henni stöðugum
þjáningum.
Árið 1921 settust þau Jönsson og frú að
í lítillu villu nálægt Saltsjöbaden. Nokkrum
árum síðar skildu þau hjónin eftir harða
baráttu um einkabarn sitt. Móðirin gekk
með sigur af hólmi, liún átti sjálf að annast
barnið sitt, og það mátti ekkert skorta. Nú
fóru erfiðir tímar í liönd, enginn starfsfrið-
ur og handrit, sem hún aldrei var ánægð
með, reif útgefandinn á tilsettum tíma úr
höndum hennar. En sonuidnn hlaut mennt-
un, hvað sem öllu leið, og nú er hann veh
stæður heimilisfaðir. Loks virtist allt einnig
ætla að ganga henni í hag. Norska ríkið var
nýbyrjað að veita henni styrk, er Þjóðverjar
Cora Sarulel
ruddust inn í Noreg, en útlagastjórnin í
Lundúnum sá um, að styrkveitingum til
hennar var haldið áfram, og á hinum þung-
bæru árum í Noregi voru bækur hennar
metnar hærra en nokkru sinni fyrr.
Cora Sandel lýsir kvenþjóðinni í verkum
sínum og telst í því efni hrinda áfram mik-
illi erfð í norskum bókmenntum. Skáld-
skapur hennar er öllu öðru framar listræn
skjalfesting sjálfs lífsins. Sé um áltrif að
ræða, mun hún eiga franskri ritmennsku
mest upp að unna. Ýmsir staðir í bókum
hennar minna ótvírætt á franskar kvik-
myndir. Ekkert, sem hún skrifar, virðist
langsótt eða þrautreiknað, allt er veruleiki,
tíðast grár, en þó svo litbrigðaríkur, að
hann verður aldrei tilbreytingarlaus. Rit-
hátturinn er frekar einfaldur, streymir
mjúklega áfram, og ekkert í ltonum má fara
framhjá lesandanum. Hann verður að lialda
athyglinni eins vel vakandi og við lestur
verulega góðra Ijóða. Hver setning styður
að skilningi á verkinu í heild. Segja má um
marga rithöfunda, að þeir lýsi sínu eigin
54
MELKORKA