Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 34
UTAN
ÚR HEIMI
írak
Konui' í írak liafa ekki kosningarétt eða
kjörgengi. Við störf í þágu stjórnarinnar
eru konum greidd sömu laun og körlum
fyrir sömu vinnu. Konur í írak hafa að-
gang að menntastofnunum.
Foreldrar ráða giftingu dætranna, en hjá
menntuðu fóiki þekkist að dæturnar ráða
sér sjálfar í þeim efnum. Aðeins eiginmað-
urinn hefur rétt til skilnaðar, en konan
getur beðið um skilnað ef maðurinn er geð-
veikur, eða er dæmdur í sjö ára fangelsi eða
meira. Eftir skilnaðinn hefur móðirin rétt
til að hafa soninn hjá sér til 7 ára aldurs og
dótturina til 9 ára aldurs. Faðirinn er skyld-
ugur að borga með börnunum. Ef eigin-
maðurinn deyr sér ekkjan um börnin. Hún
erfir ]/g hlut af eignum mannsins og dóttir-
in helming á við soninn. Konan getur ráð-
stafað séreign sinni eftir vild. Allt innan-
stokks er eign konunnar.
Konur í írak heyja harða baráttu fyrir
pólitískum réttindum sínum. Einnig fyrir
alþýðumenntun, sem er mjög bágborin.
Israel
Frú Golda Meyerson er nú verkamála-
ráðlierra í ísrael. Hún var áður sendilierra
stjórnar sinnar í Moskvu.
Frakkland
í Frakklandi eru 10 stjórnmálaflokkar.
Aðeins þrír þeirra eiga konur á þingi.
Kommúnistaflokkurinn 28, M. R. P. 8 og
Sósíalistaflokkurinn 3 kvenþingmenn.
LýðræSið í Sviss
í Vaud-kantónunni eru 343,400 íbúar. Af
þeim hafa 112,460 kosningarétt. Eins og
kunnugt er hafa konur í Sviss ekki kosn-
ingarétt.
Indland
Frú Pandit, sem áður var sendiherra Ind-
lands í Moskvu, er nú orðin sendiherra
stjórnar sinnar í Washington.
Portúgal
í Portúgal hefur kona, sem sér fyrir sér
með vinnu utan heimilis, kosningarétt, en
missir hann þegar hún giftist, nema hún
hafr æðri menntun eða greiði ákveðna upp-
hæð í skatta, sem þó fáar eiginkonur gera.
Fróhverfan á heiðurspeningnum
í einni af skáldsögum sínum frá Kína
lætur Pearl S. Buck aðalsöguhetjuna heim-
sækja silkispunaverksmiðju. Hann furðar
sig á höndum kvennanna, sem líkjast „hráu,
sollnu kjöti“. Og þessum höndum halda
konurnar frá sér stirðum af sársauka. Hon-
um er skýrt frá, að hendumar séu svona af
heita vatninu. Silkionnshýðið er látið í
heitt vatn til þess að drepa orminn og gera
silkið mjúkt. í lieita vatninu eiga verkakon-
urnar að taka silkiormshýðið og finna end-
ann á silkiþræðinum, sem ormurinn hefur
spunnið, til þess að hýðið skemmist ekki,
— en hvað um hendurnar? Hvenær hugsum
við um það, þegar við dáumst að fögru silki-
efni?
Að spyrja konu um aldur hennar er eins og að kaupa
gamlan bil. Maður veit að kílómetramælirinn hefur
verið færður afturábak, en maður veit ekkert hversu
mikið.
74
MELKORKA