Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 32
/" ■N
-SIGBJÖRN OBSTFELDER:
Bláklukkur
Ég sé hvar hún kemur á móti mér
i mjallroki um hciöarveg,
níu ára telpa, og flýtir för.
Nú er febrúar, scgi ég,
og samt ertu barn, meÖ bláklukkusveig.
Hún brosir og svarar mér:
Ég hef engar bláklukkur, engin blóm,
og áfram hún hraöar sér.
Hvað gerÖirÖu viÖ þessi bláu blóm
sem þú barst og ég óskaði að sjá?
En hún hefur engin, engin blóm,
aðeins augu tindrandi blá.
Sigríður Einars þýddi.
-----------------------------------------/
En drengurinn var ekki alltaf nærri. Á
kvöldin, þegar hann var sofnaður, gat mó-
leiti vinurinn hans rekið upp skerandi sorg-
arvein, sem bar vott um óendanlegan ein-
stæðingsskap og örvæntingu, og hríslaðist
eins og sár ekki um sambygginguna, svo að
fólk fór að bölva. Á þessum stundum var
litli hundurmn eltur um allt eldhúsið og
barinn með öllum mögulegum amboðum.
Stundum barði drengurinn sjálfur hund-
inn, þó að hann hefði aldrei, svo vitað væri,
ástæðu til þess. Hundurinn tók þeim bar-
smíðum með undirgefni. Hann var of mik-
ill hundur til þess að láta líta svo út sem
hann væri píslarvottur eða hyggja á hefnd-
ir. Hann tók höggunum af djúpri auðmýkt
og fyrirgaf vini sínum á samri stundu og
hann hætti að slá hann, og var reiðubúinn
að sleikja liönd barnsins með litlu rauðu
tungunni.
Þegar eitthvað amaði að drengnum og ó-
hamingjan yfirbugaði hann, skreið liann oft
undir borðið og lagði litla, lirellda liöfuðið
á belg hundsins. Hundurinn var ávallt lull-
ur samúðar. Þess var ekki að vænta, að liann
færi þá að rifja upp ranglátar refsingar af
hendi vinarins.
Það var enginn sérstakur trúnaður milli
Iians og hins heimilisfólksins. Hann treysti
því ekki, og óttinn, sem hann sýndi, þegar
það kom af tilviljun nærri lionum, fannst
íólkinu einstaklega gi'emjulegur. Því var
einlrver ánægja að því að svelta hann, en svo
varð drengurinn nógu þroskaður til þess að
hafa nokkra gát á því og þegar það gleymd-
izt, gat hundurinn oft bjargað sér sjálfur.
Og hundurinn dafnaði. Hann gat gelt
furðu digurbarkalega þessi litli hnoðri.
Hann hætti ýlfrinu að nóttunni. Að vísu
átti hann það til að reka upp lág vein í
svefninum, eins og af sársauka, en það hefur
vafalaust aðeins verið þegar liann dreymdi
að hann mætti stórum, reiðum hundum,
sem ógnuðu honum hræðilega.
Aðdáun hans á barninu óx svo, að honum
fannst það æðri vera. Hann dinglaði róf-
unni, þegar drengurinn nálgaðist og varð
örvæntingarfuliur þegar hann fór eitthvað
fi'á. Hann gat greint fótatak drengsins frá
öllum hávaðanum í nágrenninu. Það var
eins og rödd sem kallaði á hann.
Félagsskapur þeirra var konungsríkr, sem
stjórnað var af þessum ægilega harðstjóra,
barninu; en gagnrýni eða uppreisn átti sér
aldrei augnablikslíf í hjarta eina þegnsins. í
djúpum litlu hundssálarinnar bjó ást, traust
og órofa tryggð. Drengurinn var vanur að
fara í rannsóknarferð um nágrennið og at-
huga merkileg fyrirbæri. Þá labbaði vinur
lians á eftir honurn. Ef til vill var hann þó
lítið eitt á undan. Þá varð hann að snúa við
á hverri mínútu, til þess að fullvissa sig um
að barnið væri að koma. Hann áleit þessar
ferðir mjög mikilvægar. Hann varð svo
merkilegur á svipinn! Hann var hreykinn af
því að vera þegn slíks einvalda.
72
MELKORKA