Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 12
Þýddar sögur og fræðandi greinar komu að staðaldri í blaðinu og er undravert, hvað ritstjórar Framsóknar hafa fylgzt vel með öllum þeim atburðum á erlendum vett- vangi er snerti málefni kvenna. Yfirleitt hvílir einhver menningar- og dirfskublær yfir þessu fyrsta málgagni íslenzkra kvenna, sem við getum verið stoltar af. Barátta kvenna fyrir launajafnrétti er jafngömul kvenréttindahreyfingunni, og þeirri baráttu er ekki lokið enn. í júlí-blaði Framsóknar 1897 er grein með fyrirsögn- inni: „Er mismunur á launum karla og kvenna rcttlátur?“ Þar er bent á að karl- menn hafi i/2—z/ meiri vinnulaun um árið en kvenmenn, að kvenfólki sé goldið helm- ingi minna kaup við heyvinnu á sumrin, en þó kastar fyrst tólfunum, segir greinarhöf- undur, „þegar kvenfólki, sem gengur að al- veg sömu vinnu og karlmenn (t. d. við salt- fisksverkun, kolaflutning í kaupstöðum o. fl.) er þó goldið helmingi minna kaup, og gegnir furðu hve lengi kvenfólkið hefur lið- ið slíkan órétt með þögn og þolinmæði, en það er fjarri að kalla það nokkra dyggð, þó það gjöri það. Það er langt frá, að svo sé. Þess væri miklu fremur óskandi, að allt það kvenfólk, sem hér á hlut að máli, eða að minnsta kosti meiri hlutinn af því hristi nú af sér nægjusemis- eða deyfðarmókið og gerði samtök sín á milli um að krefjast rétt- ar síns í þessu elni, eða með öðrum orðum: að þær gengju í félagsskap lil að krefjast sama kaupgjalds og karlmenn fyrir sömu vinnu eða að neita að gefa sig í slíka vinnu að öðrum kosti.“ Rúm hálf öld er liðin síðan grein þessi birtist. Atvinnuhættirnir hafa breytzt. Þótt konur rogist ekki lengur með kolapoka á bakinu fyrir helmingi lægra kaup en karl- maðurinn, er óréttlætið í launamálum kvenna er ennþá svo áberandi að óskiljan- legt er að hin sterku samtök íslenzkra kvenna skuli þola slíkt lengur. Árið 1899 með janúar-blaði þess árs láta þær Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir af ritstjórn og útgáfu Fram- sóknar og selja blaðið frú Jarþrúði Jóns- dóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur, og flyzt þá Framsókn til Reykjavíkur og er gefin þar út um nokkurra ára skeið. Þótt ):>að sé freistandi að fylgjast fram á nýju öldina með Framsókn og þeim merku konum, sem tóku við ritstjórn hennar, þá verður það ekki gert í þetta sinn. Ef við stöldrum við og lítum til baka, þá sjáum við að mörg vötn hafa fallið til sjáv- ar á íslandi sem annars staðar síðan Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði fyrstu grein sína í Fjallkonuna og fyrsta málgagn íslenzkra kvenna, mánaðarblaðið Framsókn lióf göngu sína á Seyðisfirði 1895. Hugsjónir þær, sem hrifu með sér beztu menn og kon- ur þjóðanna, um og fyrir aldamótin, og meðal annars báru uppi kvenréttindahreyf- inguna í lieiminum, hafa margar hverjar rætzt á tuttugustu öldinni og fært konum dýrmæt réttindi, svo sem kosningarétt, rétt til náms og menntunar, en algert jafnrétti kynjanna þekkist ekki enn að fullu nema í hinum sósíalistíska hluta heims, Ráðstjóin- arríkjunum og öðrum alþýðuríkjum, þar sem fullur réttur konunnar er tryggður með stjórnarskrá landsins og í framkvæmd. En hinn nýi dagur „ekur hratt vagni sinum austan himinhvolfið“. Félagssamtök milj- óna og aftur miljóna kvenna um alla ver- öld sýna að konur hafa með nýrri sjón risið upp úr alda myrkri, og hina þungu móðu, jafnréttiskröfu konunnar, mun ekkert afl fá stöðvað lengur. Fyrir 54 árum síðan hófu tvær seyðfirzk- ar konur merki jafnréttis og mannréttinda hátt á loft. Kvennablaðið Framsókn er glæsi- legt dæmi um stórhug og réttlætiskennd ís- lenzku konunnar, hugrekki liennar að ganga í þjónustu þeirra hugsjóna, sem hún trúir á og veit að munu sigra. Frú Sigríður Þor- steinsdóttir, kona Skapta ritstjóra Austra, og dóttir hennar Ingibjörg Skaptadóttir, rit- stjórar Framsóknar á Seyðisfirði, voru slíkar konur. 52 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.