Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 21
Konur I'RANTISKA PLAMINKOVAer af tjekkneskum ættum, fædd 1875; var fræg kvenréttindakona, ræðukona með afbrigðum og vakti því hrifningu og aðdáun á alþjóða- þingum kvenna. Þegar nasistarnir lögðu land hennar undir sig, varð hún ein af eldheitustu liðsmönnum mótspyrnuhreyfingarinnar og að síðustu lenti hún í höndum nasistanna, sent héldu henni lengi í fangelsi og létu stðan hálshöggva hana. AMALIE SKRAM. Fædd í Noregi 1816. Var einn af mestu rithöfundum Norðurlanda á sínuin tíma. Ættar- sagan „Hellemyrsfolket" er eitt af hennar beztu verkum. Hún dó í Danmörku 15. marz 1905. HELEN KELLER. Fædd í Ameríku 1886, blind, heyrn- arlaus og mállaus frá því hún var 20 mánaða gömul, en lærði að tala og lesa blindskrift. Hún stundaði háskóla- nám í bókmenntum, tungumálum, sögu og heimspeki og tók próf í þeim fræðunt og varð fræg og mikilvirkur rithöfundur. Helen Keller MELKORKA 61

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.