Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 8
málsins hefur auðvitað ákveðinn tilgang,
en heiðarleik er ekki liægt að nefna í sömu
andránni og það. Allt offorsið og öll þving-
un þessa máls í einn farveg er alvarleg að-
vörun og mann grunar að aðferð sem gafst
svona vel muni þykja hentug öðru sinni.
Ef kjósandanum er annt um lýðræði- og
frelsi, ætti hann að hugleiða meðferðina á
þessu hvorttveggju af hálfu þingmeirihlut-
ans og blaða hans, og ef sú athugun skyldi
leiða í ljós, að á milli ber í skoðunum, er
mikill ábyrgðarhluti að greiða þeim fram-
bjóðanda atkvæði, sem ber er að því að hafa
að engu lýðræðið, þegar svo ber undir. Þeg-
ar einu sinni er komið inn á þá braut, að
þingmaðurinn tekur sér vald, sem liann ekki
hefur, getur ekkert bjargað frá áframhald-
andi yfirtroðslum nerna atkvæði kjósandans
gegn slíku háttalagi. Það er hættulegt fyrir
einstaklingana og ekki síður þjóðariteildina,
að hafa rnenn við stjórnvölinn, sem láta
sig engu skipta mannréttindi og lýðræði, ef
annað hentar betur áformum þeirra. Þá
minnka fljótt lýðréttindin og stutt leiðin í
lögregluríkið. Ekkert tal og engin skrif til
lofs lýðræðinu, hversu umfangsmikil sem
Jtau eru, fá haggað þeirri staðreynd, að við
höfum þegar horft á það troðið í svaðið og
að það verður endurtekið í enn ríkari mæli,
ef fólkið þolir Jtað óátalið.
Næstu kosningar verða örlagaríkar fyrir
okkur, íslenzkt fólk. Elestallir þeir menn,
sem brotið hafa aliar reglur velsæmisins í
stjórnmálum á undanförnum mánuðum,
munu hefja framboð á sér aftur af full-
komnu purrkunarleysi þeirra manna, .sem'
ekkert siðgæði þekkja og einskis siðgæðis
ætlazt til af öðrum. Brosandi undirhyggjan
mun bjóða þér arminn, kjósandi góður, og
biðja þig þess síðastra orða að greiða lýðræð-
inu atkvæði, lýðræði þeirra 37 manna, sem
samþykktu Keflavíkursamninginn og Atl-
anzhafssáttmálann og liöfðu að engu Jóær
hugsjónir friðar og frelsis, sem við byggjum
tilveru okkar á. Eru þá spumingamar þess-
ar: Samþykkjum við gerðir stjórnmála-
manna okkar, jDegar þeir játuðu J^eim tveim
samningum, er að ofan getur? SamJ^ykkjum
við að mannréttindum og lýðfrelsi sé vísað
út í yztu myrkur? Á svarinu kunna örlög
okkar allra að byggjast.
Það er ekki ástæðuiaust að leita stuðnings
íslenzkra kvenna gegn þeim ódrengskap,
sem stjórnmálamennirnir hafa beitt land
og þjóð síðastliðin þrjú ár. Konurnar hafa
aldrei lotið svo lágt, að bjóða land sitt fyrir
súpudisk né fengið glýju í augun af erlendu
valdi. Þar eiga þær hreinan skjöld frá upp-
hafi vega. En þær hafa stundum tekið af
skarið, þegar aðrir virtuzt ekki ætla að geta
risið upp gegn ósómanum. Því lifa Jíessar
konur í sögunni, að þær áttu þann neista
mannslundar, sem sljóleiki samtíðarinnar
fékk ekki unnið á, og þær sýndu eftirtíman-
uin að meðal kvennanna átti þjóðin oft skel-
eggasta málsvara íslenzks þjóðarsóma.
Konurnar eru nú rífur hluti kjósenda og
valdamiklar ef þær vilja beita sér. Það yrði
mikill sigur fyrir samtíð og framtíð, ef hver
Jteirra legði fram sinn skerf til þess að bægja
frá þeim óheillum af innlendum og erlend-
um rótum, sem sækja að öryggi fólksins.
Móðirin vildi láta athuga hvort litla dóttir hennar
væri ekki á allan hátt alveg normal eins og börn eiga
að vera og fór þvi með hana til sálarfræðings. Vfsinda-
maðurinn spurði margra spurninga og loks sagði hann:
Ert þú drengur eða stúlka?
Drengur, sagði litla stúlkan.
Sálarfræðingurinn varð hvumsa við en vildi þó reyna
aftur.
I'egar þú ert orðin stór ætlarðu þá að vera maður
eða kona?
Maður, svaraði telpan.
Á heimleiðinni spurði móðirin: Af hverju svaraðirðu
svona kjánalega spurningum mannsins?
Þessi gamli bjáni! Fyrst hann spurði mig svona vit-
lausra spurninga vildi ég líka gefa honum vitlaus svör.
Hann gat ekki platað mig.
Svo var það maðurinn, sem hafði alltaf skeiðina í
kaffibollanum, þegar hann drakk kaffið. Dag nokkurn
gleypti hann skeiðina og nú getur hann ekki hrært —
sig.
48
MELKORKA