Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 19
ið. Hanna átti eftir uppistöðubút í vef-
stólnum og ætlaði að vefa sér sessuborð. í
munstrinu sem óx fram sá hún kórónu,
kórónan útheimti höfuð og höfuðið líkarna.
Þannig varð konungurinn til. Smáhlutir í
kringum hana, sem fóru vel í lit við vefinn
vöktu hugmyndaflugið og minntu liana á
gömlu söguna um Pétur Dass, sem hún óf
svo að lokum í teppið.
Sá háttur að sernja beint í vefinn er
Hönnu Ryggen eðlilegur. Hún er of áköf í
skapi til að geta haft vakandi áhuga fyrir
vefnaðinum eftir að hafa leyst öll vandamál
myndarinnar fyrst lið fyrir lið á pappír.
Upprunalega er hún lærður listmálari sem
hefur gripið til vefsins til að losa sig undan
þrælbundnum venjum og áhrifum kennara
sinna. Listmálaranám stundaði hún í sex
ár, en lærði vefnað aðeins á sex vikna sum-
arnánrskeiði tíu árum áður en hún óf fyrstu
mynd sína.
Hún er ekki hefðbundin, en býr sér sjálf
til vinnuaðferðir, grundvallaðar á kunnum
aðferðum gömlum í myndvefnaði, og notar
breiðan lóðréttan vefstól sem maður henn-
ar hefur smíðað. Vinnuaðferð hennar er
meðal annars fr.ábrugðin ánnarra í því, að
ytra og innra borð erú nákvæmlega eins, en
það er nauðsynlegt þar sem hún semur
beint í vefinn, því þannig getur hún séð
munstrið hreint og ótrosnað á röngunni í
gegnum uppistöðuþræðina.
Ólitaðar myndir af dúkum Hönnu Rygg-
en njóta sín ekki fremur en af öðrum lista-
verkum, og jafnvel ennþá síður, því litirnir
eru sterkasti þáttur mynda hennar og sér-
kennir þær mest. Hún litar sjálf band sitt
með kemiskum litum, en auk þess sýður
hún liti úr jurtum, berki og skóf. Með
kennslubók í jurtalitun flóru og hug-
myndaríkt upplag sem bakhjall hefur hún
orðið mikill fagmaður og forgangskona á
þessu sviði.
(Hcimildir: Nyt Tidsskrift for Kunstindustri, (danskt),
Forrn, tímarit sænska listiðnaðarfélagsins og svissneska
tímaritið Graphis.)
Menningar- og minningarsjóður kvenna
EINS og er kunnugt cr sjóður þessi stofnaður eftir ósk
og með dánargjöf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Stofnfé
Menningar og minningarsjóðs er dánargjöf frú Bríetar,
sem afhent var af börnurn hennar á 85 ára afniæli
hennar 27. scpt. 1941 og telst sá dagur stofndagur sjóðs-
ins, en árlega skal safna fé til sjóðsins með merkjasölu,
minningarspjöldum eða á annan hátt.
FYRSTA skipti var veitt úr sjóðnum 1946 og hlutu þá
6 stúlkur styrk til framhaldsnáms við erlenda háskóla
og aðra skóla. Þótt þessi sjóður sé ungur að árum, hef-
ur hann þegar stuðlað að því að mörgum efnilegum
stúlkum hefur verið gert kleift að halda áfram nánti
við ýrnsa framhaldsskóla. í sumar, 1949 hlutu 13 stúlk-
ur styrk úr sjóðnum, en velvild sú og skilningur sem
konur um allt land hafa sýnt Menningar- og minningar-
sjóði kvenna frá byrjun, bæði með því að kaupa merki
sjóðsins, minningarspjöld, og senda honum dánargjafir,
hefur eflt vöxt hans og viðgang svo, að þótt sjóðurinn
sé ekki eldri, hefur hann þegar lagt sitt fram til þess
að þjóðin eignaðist itæfar konur á sem flestum sviðum.
EINS og skipulagsskráin bcr með sér, eru tekjur sjóðs-
ins dánar- og minningargjafir, áheit og aðrar gjafir.
Einnig er gert ráð fyrir að nöfn kvenna, sem minning-
argjafir eru við tengdar, og myndir scm fylgja af við-
komanda ásamt æviágripi séu geymd í sérstakri bók á
Landsbókasafninu og bréf og ritverk slíkra kvenna í
sérstöku safni í liandritasafni Landsbókasafnsins.
„Mundi á þann hátt geta skapazt merkilegt safn, sent
vinna mætti úr á ýmsan hátt og forða mörgu frá glötun
sem annars mundi týnast," eins og Laufey Valdimars-
dóttir komst að orði í erindi í sambandi við stofnun
sjóðsins.
HINN 27. september verður eins og að undanförnu
merkjasöludagur sjóðsins. Þann dag verða merkin seld
allan daginn á götum Reykjavíkur og fyrir þann tíma
verður einnig búið að senda þau út um allt iand. Mun-
um að það er svo mikil nauðsyn á aukinni menningu
og menntun, að það verður aldrei ofmetið' að safna fé
í sjóð til aukinnar menningarstarfsemi.
MELKORKA
59