Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 27
HúsmæSurnar og miljónin og atkvæðin
Eftir Nönnu Ólafsdóttur
Þegar hart er í ári hjá þjóðunum er m. a.
tekið það ráð að leggja háa skatta á mun-
aðarvöru, svo sem gull- og silfurmuni, gim-
steina, pelsa, bifreiðar til einkaaksturs o. s.
frv. Svo var það á styrjaldarárunum með
þeim þjóðum, sem áttu í ófriði. Nú, eftir
mestu heimsstyrjöld, sem sögur fara af,
virðist styrjaldarástand lijá okkur. Þá koma
auðvitað stríðsskattarnir á munaðarvörur,
eins og hjá öðrum þjóðum. Þær vörur, sem
elskuleg ríkisstjórn álítur m. a. munað eru
heimilistæki til þess að létta húsmæðrum
störfin. Og þá er ekki verið að skera við
neglur sér, 100% gjald af innkaupsverði
hvers tækis, nema þvottavéla, af jDeim skal
greiða 50% gjald. Á þinginu í vetur bar
Katrín Thoroddsen fram breytingartillögu
við þennan lið í frumvarpi ríkisstjómar-
innar, á þá lund að skatturinn af heimilis-
tækjum yrði niðurfelldur. Því var ekki
sinnt.
Húsmæður í sveit og við sjó hafa of mikið
að gera, um það eru allir á einu máli. Þær
geta enga heimilishjálp fengið, nema of
dýra fyrir flestar þeirra. Nýtízku heimilis-
tæki eru þeim því ómetanleg aðstoð á heim-
ilinu. Tæknin hefur verið tekin í þágu allra
stétta þjóðfélagsins af því að annað þykir
ekki verksvit. Stritið upp á gamla mátann
er úrelt og forkastanlegt, gefur ekki eins
mikið í aðra liönd og slítur manneskjunni
að óþörfu. Minna strit og aukin þægindi er
kjörorð nútímans. En húsmæðurnar, eina
stéttin, má erfiða að hætti gamla tímans.
Afraksturinn af vinnu þeirra kemur ekki í
beinhörðum peningum. Starf þeirra er
meira að segja ekki hægt að meta til fjár,
eins og störf annarra stétta! Svo ómetanlegt
er starf húsmóðurinnar.
Þegar loksins mátti eygja möguleika fyrir
þessa stétt að vinna sér léttara með hjálp
véla, voru slík tæki orðin munaðarvara í
augum hæstv. ríkisstjórnar og húsmæðrun-
um ætlað að greiða eina miljón í ríkissjóð-
inn — ella halda áfram púlinu eins og áður.
Vegna hins gífurlega leyfisgjalds af heirn-
ilistækjum fá aðeins ltinir efnameiri veitt
sér þau. Það munar um það fyrir fátæka,
barnmarga fjölskyldu að greiða um 1000 kr.
aukalega í ríkissjóðinn fyrir þvottavél og
hrærivél, þó að sleppt sé slíku fyrirbæri eins
anna í þessum efnum. Franska stjórnarbylt-
ingin batt að vissu levti enda á verstu gönu-
skeið tízkunnar með því að steypa af stóli
tízknfyrirmyndum fyiTÍ alda. En í staðinn
kom ný tízka, borgaralegri en ekki alltaf
hagkvæmari af þeim sökum. Breytingar
eiga sér jafnt og þétt stað. Hvernig og í
iivaða átt, já, það fer eins og tízkuframleið-
endum og auglýsingafyrirtækjum þóknast.
Hraðsuðuketill
Tekur tæpa 2 lítra
og sýður þá á 3
mínútum.
Verð: Kr. 129,25,
þar af dýrtíðar-
sjóðsgj. kr. 52,80.
(Umboðsm. Raf-
takjasalan h.f.)
MELKORKA
67