Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 4
Þær hugleiðingar, sem ég hér hef fest á
pappírinn vöknuðu hjá mér við lestur
'skáldsögu eftir Norðmanninn Aksel Sande-
mose, en hann er einn af hinum þekktari
skáldum Noregs nú. Aksel Sandemose flutt-
ist á unga aldri til Ameríku og settist þar
að. En svo vildi til að hann var á ferð
heima í Noregi, þegar hemámið skall á og
kynntist því sínu eigin landi á hinni þungu
reynslutíð, hernámsárunum. Saga sú, sem
ég gat um, er frá þessum tíma, iaus í reip-
um og slitróttur söguþráður, brugðið upp
myndum hér og þar, sem í fyrstu virðist lít-
ið samhengi á milli. En að lokum lamandi
í ofurþunga boðskapar síns, þess: að sá mað-
ur, sem glatað hefur sambandinu við upp-
runa sinn, við land og tungu og allt, sem
það merkir, hann finnur hvergi í heiminum
hamingjuna, þó honum bjóðist auður og öll
lífsins þægindi. Landflótta og þreyjulaus
mun hann flækjast um jörðina, enginn skil-
ur hann og sjálfur þorir hann ekki að horf-
ast í augu við myrkur sinnar eigin sálar.
Hér fara á eftir smágreinar úr umræddri
bók, teknar hér og hvar.
Söguhetjan skrifar ungum syni sínum,
sem fæddur er og uppalinn heima í Noregi:
„Varaðu þig á því að verða landnáms-
maður í framandi landi. Það er mjög erfitt
að tryggja sér ævilanga óhamingju, en þó
má það takast með góðum vilja og mark-
vissum tilraunum. Einhver vissasta aðferðin
er að yfirgefa sitt eigið land og nema land
annarsstaðar."
Hér er lýsing útflýtjandans á nýja land-
inu og því gamla:
„í stað lifandi sálna búa vofur í Ameríku.
Bandaríkin eru kalt land. Þar eru þjóðveg-
irnir dauðir, húsin dauð, borgirnar dauðar.
Það er land, þar sem sálin er aðeins að
byrja að vakna. Noregur er lifandi land.
Án þess að gera sér það ljóst, lifa íbúarnir í
meðvitundinni um að þetta land er þeirra
land, land forfeðranna, mann fram af
manni.
Það var munurinn á mér og Norðmönn-
unum, sem ég var með, að ég horfði á allt
utan frá með augum útflytjandans. Þeir
hugsuðu ekki sem svo: „Þetta er Noregur,
landið okkar,“ því þeir voru sjálfir hluti af
landinu. Ég var áhorfandi. Ást mín á land-
inu var ást forsmáðs elskhuga.
Norðmennirnir heima áttu allir eitthvert
óðal, í einhverri merkingu orðsins, og sá er
sæll, sem eitthvað slíkt á. Útflytjandanum
verður landið heima hillingaland, sem
hann aldrei finnur framar. Tökum t. d.
skrifstofumanninn, sem á hverjum degi
gengur fram og aftur til skrifstofunnar. Líf
hans er að vísu skipt, en þó samhengi á
milli. Hann fer heim á kvöldin. Útflytjand-
inn situr á skrifstofu dag eftir dag árið um
kring, en kemst aldrei heim nema í hugan-
um. Og það á ekki fyrir honum að liggja að
komast nokkurntíma heim. Árin líða og
smámsaman verður hann rótlaus, þá upp-
götvar hann fyrst, livers virði þjóðernið
var.“
„Nú skildi ég það fyrst, að afstaða manns-
ins og samband við móðurmálið er mæli-
kvarðinn á það, hvers virði hann sjálfur er.
Nokkrir útflytjendur tala eftir nokkurra
mánaða dvöl í Ameríku slíkt hrögnamál,
að það er ekkert mál, hvorki enska eða
þeirra eigið mál. Þeir hafa ekki þráð ann-
að en að verða sem fyrst Ameríkanar, en
verða aðeins rótleysingjar, og börnin sogast
viðnámslaust út í hringiðu jDjóðasamsteyp-
unnar miklu, J^ar sem flest Jjeirra hverfa í
mannhaf amerískrar fátæktar, ofurseld arð-
ráni sterkari einstaklinga. Aðrir útflytjend-
ur læra enskuna til hlítar, en tala jafnframt
móðurmálið rétt og hreint. Að vísu er erfitt
að viðhalda máli, sem ef til vill er ekki tæki-
færi til að tala árum saman, en þessir menn
syrgja þá tapaðan fjársjóð, sem hinir áttu
sjálfsagt aldrei þar eð þeir umgengust hina
dýru perlu með slíku skeytingarleysi.“
„Þeir, sem ekki hafa lent í hinu sama og
ég, geta ekki skilið, hversu erfitt mér varð
um mál, þegar ég kom til Osló aftur eftir
30 ára burtveru. Það mál, sem ég talaði,
44
MELKORKA