Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 16
hinna flöktandi óskynsamlegu lífsatvika, sem /4Zher/e-bækumar hafa að geyrna. -í Kranes konditori erum við aftur stödd í Tromsö. Aðalpersóna sögunnar, frú Kat- inka Stordal, helzta saumakona bæjarins, er hefur skilið við mann sinn, húsameistara, sem hún hefur átt með tvö börn, nú full- vaxta, situr inni í afþiljuðu herbergi í sæta- brauðskró og drekkur portvín ásamt sænsk- um sjómanni. Frú Krane og aðstoðarstúlk- ur hennar gera athugasemdir um það, sem þær sjá gegnum skráargatið. — Láturn vera þótt frú Stordal drykki meira en góðu hófi gegndi og götustrákarnir syngju um liana tvíræðar vísur, er hún gekk eftir götunni, en að hún skyldi vera svo djúpt sokkin að sitja um hábjartan dag og þjóra með út- lendum dóna, það var meira en heiðarleg- ar manneskjur gátu þolað. Stúlkurnar biðja frú Krane að reka þau út. En frú Krane, sem í sögunni er fulltrúi fyrir gott lijarta- lag, reynir í lengstu lög að vernda frú Stor- dal, auk þess er hún kynlega lieilluð af rödd sjómannsins. Ytra lierbergi búðarinnar fyll- ist smám saman af fólki, sem allt stendur í einhverju sambandi við frú Stordal. Af samtölum þeirra fær lesandinn nokkra sýn inn í líf hennar. Cora Sandel hirtir með ró- legu skopi það fólk, sem í hugsunarleysi getur verið svo frámunalega harðbrjósta. Samkvæmiskonur bæjarins eru fullar af sjálfsmeðaumkvun vegna þess, að frú Stor- dal hafi kannski ekki nýju kjólana þeirra tilbúna á þeirri miklu gleðihátíð, sem í hönd fer. Frú Stordal, sem ekki hefur getað greitt liúsaleiguna, hefur fengið hótun um að vera borin út. Þetta vita þær og þess- vegna safnast þær hér saman til þess að reyna að koma því í kring, að hún fái viku gjaldfrest. Hvernig mundi annars fara um kjólana þeirra? Við kynnumst einnig manni hennar og lrinu nýja ástastandi hans. Og svo kynnumst við börnum þeirra. Lýsingin á syninum er miskunnarlaus. Það er sonur, sem er spillt- ur af of miklu eftirlæti móðurinnar og löngu hættur að líta á hana öðruvísi en sem vél til að sjá honum farborða. Ef allt geng- ur ekki að óskum, verður hann alveg ær vegna sjálfs sín, án þess að reyna að setja sig í spor móðurinnar. Dóttirin, verðandi kona, hefur hæfileika til að finna til með móðurinni, en hugsar einnig mest um sjálfa sig. Einn maður hefði getað hjálpað henni á sínum tíma. Ástin var jafn heit á báða bóga, en hvorugt þeirra hafði djörfung til að stíga fyrsta sporið inn í þá erfiðleika, sem biðu þeirra. En í kvöld, er Katinka situr á sakamannabekknum, losar vínið um tungu hennar og hún ber fram játningar sínar. - Það er aðeins eitt til, sem getur ráðið bót á einmanaleik og lífsleiða, aðeins eitt, sem getur gert manneskjuna hæfa til að lifa. Það er l'aðmur annarrar manneskju. Alberta var eitt sinn lirædd við þennan „faðm“, sem mundi binda hana öðrum, svo að hún hefði ekki lengur lrið dýrkeypta frelsi sitt, en Katinka Stordal álítur, að lífið sé ltenni glatað, og það verður hennar end- anlega niðurstaða. Katinka hafði sömu þörf og Alberta fyrir að liafa sjálfstæði til að skapa. Hún lærði að sauma, gladdist við að töfra fram fögur klæði. Og þó öðlaðist liún enga ró við sköp- un sína. Hún drukknar í klæðaströngum, títuprjónum og ómögulegum sniðum. Það verða viðskiptavinirnir, sem ráða vfir henni, en ekki eins og liana Jiafði drevmt um, að liún drottnaði yfir efninu og sæi list sína þroskast. Hún er þreytt af nætur- vökum og af að lilusta á umkvartanir ann- arra og þegja um sorgir sjálfrar sín. „Den, som alt er nede, skal lenger ned. Den kan ingen la være á ydmyke. Vet du, hvad fattig- dom er? Blannt annet er det á gá med syv láser for sin munn. Den, som syr, liprer dag- lig kvinner si. Jeg har ingenting á sette pá mig. De har masser á sette pá sig. Hun som virkelig ikke har det, gud náde henne om det sámeget som ses pá henne.“ Sjómaðurinn, sem er vinur hennar, reyn- ir að halda í hana, en það er ekki gull og 56 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.