Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 18
Jean Lnrfal: Argali; ofið 1945, 2xl>25 m. greinar og hundruð yngri málara og lista- manna hafa fetað í fótspor þeirra. Frönsku teppin eru ákaflega litfögur. Þó notar til dæmis Lur^at ekki nema 30—40 liti. Myndir lians eru villimenn, galliskir hanar, hirtir, lauf, eldtungusólir og annað fígúruverk, í bláum, rauðum, olífugrænum og allavega gulum blæbrigðum, fiskar, fugl- ar og blómasamstillingar. Litir Gromaires þykja minna á glermálverk miðaldakirkn- anna. Okkur norðurlandabúum finnast þessi teppi glæsileg og nærri því of útsmogin. Þannig orkuðu þau að minnsta kosti á mig þegar ég skoðaði þau á söfnum í París í vetur. Mér þótti þau mjög tilkomumikil en átti erJitt með að trúa því að jrau væru unn- in nú á tímum, þótt ártölin bæru það með sér, sum ekki eldri en í fyrra, svo ótrúlega mikil vinna liggur í þeim. En málið skýr- ist Jregar maður sér myndir af vefurunum við stóla sína, úttauguðum körlum sem vinna fyrir tæpum þrem lmndruð krónum á mánuði. Það þekkist að vísu líka á Norðurlöndum að listvefnaður sé unninn af almennu starfs- fólki í vefstofum eftir uppdrætti listamanns eða konu. En það sem við köllum mynd- vefnað er venjulega unnið af einni og sömu persónu, bæði uppdráttur og vefnaður, eða jafnvel ofið án nokkurs uppdráttar; og oft- ast er það kvenfólk sem leggur Jressa list- grein f'yrir sig. í Noregi býr ein slík kona, Hanna Rygg- en. Hún vakti á sér mikla atliygli þar í landi rétt fyrir stríð og á stríðsárunum, fyr- ir myndvefnað sinn. Yrkisefni hennar eru sótt í stríðsviðburði og stjórnmál samtíðar- innar. Stundum í gamlar Jjjóðsögur. Nafn Hönnu Ryggen er nú kunnugt list- elsku fólki um öll Norðurlönd. Verk henn- ar hafa vakið bæði hri.fningu og rökræður. Hún er ekki listakona og vefari sem málar fyrst og vefur síðan, heldur iðkar list sína eingöngu í vefstólnum. Hún gerir enga frumdrætti aðra en þá sem lnin hefur í hug- anum, og myndir sínar skapar hún jafn- harðan í varanlegt efni. Oft geta stundar- áhrif og snöggar hugdettur orðið að mynd, en aðrar myndir heldur hún áfram að forma í hug sér mánuðum saman. Stundum skapar efnið sjálft myndina. Slík slembi- Jukka varð upphaf að Petter Dass-teppinu sem svo mikla aðdáun og umtal liefur hlot- 58 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.