Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 30
MÓLEITUR HUNDUR
Eftir Stephen Crane
Líti'll drengur stóð á götuhorni. Hann
hallaði annarri öxlinni að trégirðingu en
hina hreyfði hann frant og aftur og við og
við sparkaði hann annars hugar í mölina.
Sólskinið steikti smávölurnar, og latur
sunnanvindur blés upp gulu rykinu, sem
feyktist í skýjum niður götuna. Skröltandi
vagnar sáust ógreinilega gegnum það. Barn-
ið liorfði dreymandi fram fyrir sig. Eftir
nokkra stund kom lítill, hnarreistur móleit-
ur ltundur trítlandi niður hliðargötu. Hann
dró með sér stutt hálsband. Við og við steig
liann í það og hnaut.
Hann staðnæmdist fyrir framan barnið,
og þeir horfðu livor á annan. Hundurinn
hikaði augnablik, en allt í einu fór rófan að
dingla ofurlítið. Drengurinn rétti fram
höndina. Hundurinn færði sig nær og eins
og hann bæðist afsökunar og drengurinn
klappaði honum og hann dinglaði rófunni.
Hundurinn varð kátari með hverju augna-
bliki, þar til hann hafði nær velt drengnum
í gáskanum. Þá reiddi drengurinn upp
hnefann og sló hundinn í höfuðið.
Litli móleiti seppi virtist undrandi og
honum féll allur ketill í eld, þetta særði
hann í hjartastað. Yfirkominn lagðist hann
niður við fætur barnsins. Þegar höggið var
endurtekið ásamt ávítum á barnamáli, lagð-
ist hann á bakið og rétti upp framlappirnar
á undarlegan hátt. Með eyrum og augum
bað hann barnið vægðar.
Hann var svo skríngilegur þama sem
hann lá á bakinu og rétti svo undarlega
fram lappirnar, að barninu varð mjög
skemmt og sló hann léttilega hvað eftir ann-
að, til þess að hann lægi svona áfram. En
litli, móleiti hundurinn tók þessari refsingu
mjög alvarlega, og hélt án efa að hann héfði
framið alvarlegan glæp, því að hann iðaði
allur sneyptur á svipinn og sýndi iðrun sína
á allan hugsanlegan liátt. Hann bað barnið
fyrirgefningar, bað það innilega um bæn-
heyrzlu.
Að lokum v'arð drengurinn þreyttur á
þessari skemmtun og sneri heim á leið.
Hundurinn var enn að biðja fyrir sér. Hann
lá á bakinu og horfði á eftir drengnum.
Allt í einu skreiddist hann á fætur og
hélt á eftir drengnum. Sá síðarnefndi hélt
annars hugar í áttina heim, stanzaði öðru
hvoru og rannsakaði liitt og þetta. Eitt sinn
þegar hann staðnæmdist tók hann eftir litla
móleita hundinum, sem veitti honum eftir-
för.
Drengurinn sló hundinn með spýtu, sem
hann hafði fundið. Hundurinn lagðist nið-
ur og baðst vægðar, þar til barnið hætti, og
hélt áfram leiðar sinnar. Þá staulaðist hann
á fætur og hélt áfram eftirförinni.
Á heimleiðinni sneri barnið sér oft við
og sló hundinn og sýndi með barnslegu lát-
bragði að hann fyrirliti hann sem ómerki-
legan ltund, sem aðeins væri stundargaman.
Seppi baðst afsökunar á að vera þess konar
skepna og lét í ljósi iðrun sína með margs
konar tilburðum, en hann hélt samt stöðugt
áfram að elta drenginn. Sektartilfinningin
varð svo sterk, að hann labbaði niðurlútur
eins og illræðismaður.
Þegar drengurinn kom að dyrunum
heima hjá sér kjagaði seppi spölkorn á eftir.
Honum varð svo órótt innanbrjósts þegar
hann stóð aftur frammi fyrir drengnum, að
hann gleymdi hálsbandinu, sem hann dró
með sér. Hann steig á það og kútveltist.
70
MELKORKA