Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 24
það hefur sent kvennanefndir í þeim tii-
gangi til Indlands, Viet-Nam, Burma og
fleiri slíkra landa þar sem konur og börn
lifa undir oki nýlendukúgunar.
Höfuðaðsetur Alþjóðasambands lýðræð-
issinnaðra kvenna er í París. Forseti er
Eugenie Cotton, sem minnzt var á hér að
framan, en aðalritari er samlandi hennar
— Claude Vaillant-Couturier er gat sér
frægastan orðstír við réttarhöldin í Niirn-
berg yfir stríðsglæpamönnunum þýzku.
Hún sat þar sem aðalvitni frá fangabúðum
og manneyðingarstöðvunum í Auswitz, en
þar var hún í þrjú ár.
í framkvæmdaráðinu, sem kemur saman
á misseris fresti, eiga fulltrúar frá 27 lönd-
um sæti, þar á meðal einn frá Noregi.
Kvennasamtökin Svenske Kvinnors Vánst-
erförbund áttu fulltrúa á síðasta þingi sam-
bandsins, því öll frjálslynd kvenfélög eða
kvenfélagasambönd, hvar sem er á hnettin-
um, geta gerzt aðiljar í Alþjóðasambandinu
og eru það einu kvennasamtökin á alþjóð-
legum vettvangi, sem verkakvennafélögin
hafa jafnt aðgang að og verkakonan tekur
höndum saman við kynsystur sínar úr öðr-
um stéttum þjóðfélagsins í baráttu fyrir
friði og nýrri og betri veröld.
í ávarpi frá öðru þingi Alþjóðasambands
lýðræðissinnaðra kvenna segir meðal ann-
ars:
Konur! Lýðræðis-, friðar- og framfara-
öll heims verða stöðugt sterkari með
hverjum deginum sem líður.
Við getum hindrað að hungur, þján-
ingar, brennandi borgir og drepsóttir
lirífi burt með sér miljónir af bræðrum
okkar og systrum.
Konur i öllum lönclum!
Það hvílir þung ábyrgð á okkur gagn-
vart börnum okkar og þjóð og gagnvart
öllu mannkyni og sagan sjálf livílir á
herðum okkar. Ef við konurnar — og við
erura helmingur mannkynsins — fylkjum
okkur í órjúfanlega fylkingu móti þeim,
er vilja hrinda á stað nýrri styrjöld, verð-
ur engin styrjöld framar háð.
Með óbugandi hugrekki skulum við
berjast fyrir friði og lýðræði, fyrir öryggi
og jafnrétti þjóðanna, fyrir hamingju
barna okkar og heimila. Máttur samtaka
okkar er voldugur, og sameinaðar eigum
við sigur vísan í baráttunni fyrir friði og
lýðræði. f
Þ. V.
í borg einni á Englandi var verið að halda Shake-
speare-hátíð. Ameríkani sem var þar á ferð vék sér að
gömlum vinnuklæddum manni.
Hvaða náungi er eiginlega þessi Shakespeare?
Hann er rithöfundur.
Já, það eru nú margir rithöfundar. Af hverju er
látið svona óskaplega mikið með þennan? Hvar sem ég
fer þá rekst ég á Shakespeareskó. Hvað skrifaði maður-
inn, sögur í tímarit, skammir um stjórnina eða glæpa-
sögur?
Nei, nei, hamingjan hjálpi yður, mér skilst hann hafi
skrifað fyrir Biblíuna.
Paderewski heinxsótti einu sinni litla borg skammt frá
New York. hcgar hann eitt kvöld gekk sér til skemmt-
unar fór hann fram hjá húsi þar sem verið var að leika
á píanó og á húsinu var þessi auglýsing: Miss Smith,
píanókennsla, 25 cent um tímann.
Hann stóð við og hlustaði. Ungfrú Smith var að leika
Nocturne Chopins og tókst það ekki sérlega vel. Pade-
rewski gekk að dyrunum og barði. Ungfrú Smith opn-
aði dyrnar, þekkti snillinginn og bauð honum inn mjög
glöð. Hann settist við hljóðfærið og spilaði Nocturne
Copins eins og aðeins hann gat spilað og á eftir eyddi
h.ann klukkutíma í að leiðrétta misfellur hjá ungfrú
Smith. Svo kvaddi hann og fór.
Nokkrum mánuðum seinna var hann aftur á ferð á
þessum sömu slóðum og gekk aftur fram hjá liúsi ung-
frú Sinith. Nú stóð þar þessi auglýsing: Ungfrú Smith.
Pianókennsla (lærisveinn Paderewski) 1 dollar tíininn.
Hvenær ferðu á fætur á sumrin?
Um leið og fyrstu sólargeislarnir koma inn um glugg-
ann minn.
Er það ekki nokkuð snemmt?
Nei, glugginn snýr í vestur.
64
MELKORKA