Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 31
Drengurinn settist á dyraþrepið og nú
fóru þeir að tala saman aftur. Hundurinn
lagði sig allan fram um að geðjast barninu.
Hann sýndi svo skemmtileg stökk, að barnið
sá allt í einu að hann var mikisverður grip-
ur. Drengurinn gerði óvænta, græðgislega
árás og þreif í hálsbandið.
Hann dró fangann inn í gang og upp
marga, háa stiga í dimmum leiguhjalli.
Hundurinn gerði sitt ýtrasta, en hann var
klaufskur í stigaþrepunum, af því að liann
var mjög smár og lingerður, og að síðustu
togaði drengurinn svo ákaft í hann, að
hundurinn varð skelfingu lostinn. Hann í-
myndaði sér að verið væri að draga hann út
í eitthvað liræðilegt, óþekkt. Augun urðu
æðisleg af óttanum við það. Hann streittist
á móti af öllum kröftum.
Drengurinn neytti nú allra bragða. Þeir
toguðust á á pallinum. Drengurinn sigraði,
því að hann einbeitti sér að verki sínu, og
af því að hundurnn var mjög lítill. Hann
dró fenginn að dyrum íbúðarinnar, og að
lokum komst hann si'gri hrósandi yfir þrösk-
uldinn.
Enginn var heima. Barnið settist niður á
gólfið og fór að gera gælur við hundinn.
Hundurinn tók þeim undir eins. Góðvildin
ljómaði úr augunum. Eftir stutta stund
voru þeir orðnir perluvinir.
Þegar heimilisfólkið kom heim varð mik-
ill úlfaþytur. Hundurinn var rannsakaður
með viðeigandi skýringum og kallaður öll-
um illum nöfnum. Fyrirlitningiú skein úr
allra augum, svo að honum varð felmt við
og liann beygði sig eins og jurt, sem er að
deyja af þorsta. En litli drengurinn gekk
ótrauður út á mitt gólfið og æpti af öllum
mætti til varnar hundinum. Hann var að
æpa að fólkinu, með handleggina um háls-
inn á hundinum, þegar fjölskyldufaðirinn
kom frá vinnu.
Hann heimtaði að vita út af hverjum
fjandanum þau létu strákinn grenja svona.
Það var skýrt fyrir honttm með miklum
orðaflaumi, að krakkaóþekktin vildi koma
flækingshundi inn í fjölskylduna. Fjölskyld-
an settist á ráðstefnu. Örlög hundsins voru
ráðin á henni, en hann tók ekkert eftir því,
og var í óða önn að toga í buxur drengsins.
Málið var skjótlega leyst. Fjölskyldufaðir-
inn virtist í sérlega illu skapi þetta kvöld og
þegar hann fann að öll hin yrðu undrandi
og reið, ef slíkum hundi yrði leyft að vera,
ákvað hann að svo skyldi vera. Barnið gxét
hljóðlega og fór með vi'n sinn út í eitt liorn-
ið í herberginu, til þess að leika sér við
hann, en faðirinn bækli niður ofsafengna
uppreisn konu sinnar. Þannig varð hundur-
inn meðlimur á heimilinu.
Hann og barnið voru saman öllum stund-
urn, nema þegar drengurinn svaf. Barnið
varð verndari og vinur. Ef fullorðna fólkið
sparkaði í hundinn eða kastaði einhverju í
hann, mótmælti drengurinn ofsalega. í einu
slíku reiðikasti, fékk drengurinn högg á
höfuðið með skaftpotti, sem faðir hans hélt
á; hann var þá að hlaupa á eftir hundinum
nteð tárin streymandi niður kinnarnar og
útrétta arma, til þess að verja vin sinn. Mað-
urinn hafði orðið reiður vegna þess að hon-
um fannst hundurinn ekki sýna sér tilhlýði-
lega virðingu. Eftir þetta var fjölskyldan
gætnari, þegar kastað var í hundinn. Þar að
auki varð hundurinn leikinn í að vinda sér
undan spörkum og því, sem kastað var í
hann. I þessu lierbergi, sem í var aðeins ofn,
borð, skrifpúlt og nokkrir stólar, sýndi hann
afburða fimi, þegar hann stökk upp eða nið-
ur af stólum eða skautzt milli húsgagna.
Hann gat boðið birginn þrem eða fjórum
manneskjum, sem sættu færis að koma á
liann höggi með kústum, stöfum eða hand-
fylli af kolum. Og jafnvel þegar þeim tókst
að hæfa hann, var sjaldnast að liann meidd-
ist alvarlega eða hlyti áverka.
En þegar drengurinn var viðstaddur kom
þetta ekki fyrir. Fólkið varð þess áskynja, að
þegar hundinum var misþyrmt, fór drengur-
inn að gráta og þegar hann hafði byrjað
varð hann stjórnlaus og nær óviðráðanleg-
ur; þetta varð hundinum til bjargar.
MELKORKA
71