Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 6
LÝÐRÆÐI í ORÐI
Eftir Nönnu Ólafsdóttur
í síðasta hefci Melkorku var fjallað nokk-
uð um þátttöku íslendinga í Atlanzhafs-
bandalaginu svonefnda og þá seinustu og
verstu gerð íslenzkra valdsmanna að draga
okkur inn í togstreitu stórveldanna. Með
samþykkt sáttmálans hefðu 37 þingmenn
veitt erlendri þjóð úrslitavald um afdrif
þeirra 140 þúsunda, sem byggja þetta land
og í því skyni tekið sér meira vald en þeim
var léð með almennum kosningum, og
einnig misnotað það vald, sem þeir. þó
höfðu til þess að þjóðin fengi ekki að kynna
sér eðli þeirra banda, sem á hana eru lögð
með aðild að Atlanzhafsbandalaginu. Verð-
ur ekki, farið nánar út í það mál aftur, en
aðeins drejtið á nokkur atriði í sambandi
við flutni.ng þess af því að þau bregða birtu
yfir uggvænlega þróun í stjórnmálalífinu.
Eftir I. desember s.l. komst Atlanzhafs-
bandalagið fyrst fyrir alvöru á dagskrá hér á
landi. Sumir stjórnmálaflokkanna tóku
málið þegar upp á arma sína og töluðu í því
sambandi mikið um lýðræði og lýðræðisást,
lýðræðisskipulag og lýðræðisþjóðir. Þeir
virtust sem sé finna skyldleika sinn við At-
lanzhafssáttmálann vegna ástar sinnar á lýð-
ræðinu. Svo komu áramótin. Þau eru stund
stemningu og stórra áætlana á komandi ár-
inu. Formenn tveggja þingflokkanna áttu
líka stórbrotin áhugamál, sem þeir lögðu
fyrir þjóðina; forsætisráðherrann, formaður
Alþýðuflokksins með áramótahuglleiðingu
í útvarpið og formaður Sjálfstæðisflokksins
í áramótagrein í blaði flokks síns, stærsta
blaði landsins. Þeir boðuðu þjóð sinni bless-
un stríðsþátttöku. Umræddar áramótahug-
leiðingar reynduzt að vera frumhlaup. Á-
hrif þeirra urðu ekki svo sem til var ætlazt,
fólk reyndizt ekki ginkeypt fyrir hernaðar-
þátttöku, þó að vinátta erlendra höfðingja
væri boðin með. Málið snerist í höndunum
á formönnunum og mótmælin gegn inn-
göngu í Atlanzhafsbandalagið drifu að ttr
öllum áttum. Þá kom fyrsta áfallið af mörg-
um. Stjórnmálaflokkarnir misnotuðu að-
stöðu sína í útvarpsráði og bönnuðu að lesa
fréttir af fundahöldum og fundasamþykkt-
um gegn þátttöku í bandalaginu. Þannig
barst keimurinn af Atlanzhafsbandalaginu
fyrst fyrir vit íslendinga. Var þetta gert af
umhyggjusemi fyrir okkur eða var málstað-
urinn ekki góður? Var okkur ekki treyst til
að sjá hvað rétt var að gera í þessu máli eða
var óhejDpilegt að við fengjum nákvæmar
uppíýsingar um „gagnsemi" sáttmálans fyr-
ir ísland og íslendinga. Hvort heldur var,
þá eru slíkir atburðir óhugnanlegir í lýð-
frjálsu þjóðfélagi. Að sjálfsögðu báruzt
þinginu öll slík mótmæli, því að til þess var
þeitn beint. Þá brá svo við í þingfréttum út-
varpsins, að ekki var greint frá slíkum skjöl-
um, en öllu öðru smáu og stóru, eins og
venja er. Var mögulegt annað en fólk ræki í
rogastanz yfir slíku framferði? Slíkt iiafði
ekki þekkzt síðan á dögum danska valdsins.
Það er vægilegt að kalla það misnotkun á
aðstöðu. Það er í raun réttri ekkert annað
en ofbeldið og fullkomin fyrirlitning á
dómgreind almúgans. Útvarpsstjórinn mót-
mælti þessu athæfi á þeim grundvelli að
það væri brot á reglum útvarpsins. Það var
liaft að engu.
Þegar mótmælin gegn inngöngu í Atlanz-
hafsbandalagið fóru að berast, fór eins og
áður er sagt, að það ráð var tekið að leyna
46
MELKORKA