Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 3
RAUTT OG HVÍTT, JÓL EÐA VALUR? Séra Pálmi Matthíasson Það er einkennileg tilfinning að heilsa jólum. Þau snerta okkur með öðrum hætti en allt annað. Þau tala til okkar. Við höfiim skoðun á þeim. Teljum okkur vita og skilja og enginn getur fengið okkur til að breyta þar einu né neinu. Þannig þekkjum við jólahaldið og allt sem því tengist. Við höfum alist upp við venjur og siði jólahaldsins, sem okkur finnst að séu þær réttu. Hver fjölskylda á sína hefð og jafnvel þótt við heyrum um aðrar hefðir þá breytir það engu um skoðun okkar. En er það boðskapurinn eða umgjörðin, sem byggir þessa fullvissu i hugum okkar? Sjálfskipaðir sérfræðingar í jólaumgjörðinni tala í nálægð jólanna. Á öðrum tímum heyrum við minna ffá þeim. En þeir sem þekkja kjarna jólanna, boðskap þeirra og tilurð tala árið um kring. Þeir vita að jólin verða ríkari að innihaldi sé hugurinn óskiptur að baki. Boðskapur jólanna verður að vera ekta í huga og hjarta eigi þau að tala til okkar. Rétt eins og íþróttamaðurinn verður að einbeita sér allt árið til að ná árangri, þá dugir ekki þeim er vill vera kristinn að hugleiða trúna aðeins á jólum. Þá verður hann eins og íþróttamaðurinn sem aðeins mætir í mót en æfir ekki þess utan. Og það þarf ekki að spyrja um árangur í slíkum sporum. Þá skiptir engu hvort litur okkar er rauður og hvítur eðaeinhver annar. Uppskeran fer eftir þeim sem klæðist búningnum. Fer eftir vilja hans og festu og því hversu vel hann hefúr undirbúið sig fyrir íþrótt sína. Hvorki Valur eða önnur félög vilja hafa veika hlekki í sínum röðum, sem bresta þegar mest reynir á. Þau vilja öll hafa trausta og örugga félaga, sem þekkja skyldur sínar og ábyrgð, ekki síst þá ábyrgð sem fólgin er í því að vera sigurvegari. Á sama hátt vill Kristur eiga trygga félaga í sinni hjörð. Ekki þá sem láta sér nægja að hugleiða boðskap hans þegar jólin eru nálægð heldur þá sem með líft sínu taka á móti boðskap hans og lifa honum árið um kring. Þannig verður spuming jólanna aldrei annað hvort eða. Það er ekki kosið um jólin eða Val. Þau eiga saman og við stofnun var þeim ætlað að vera saman. Þeim uppruna má aldrei gleyma. I hraustum líkama skyldi búa kristin sál. Drengimir hans Friðriks, skyldu vera strákar og stelpur, sem búa yftr drenglyndi og kærleika trúarinnar. I öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi næst aldrei hinn fullkomni árangur, nema menn þekki lífið sjálft og höfuð þess. Enda þótt bikar vinnist ekki í hverju móti og hverri grein, þá getur sigurinn verið meiri hið innra hjá þeim sem kunna að taka sigri jafnt og ósigri. Félag, sem á slíka í sínum röðum er á réttri leið. Þannig getur boðskapur jólanna verið okkur öllum hvatning til þess að stilla saman líkama og sál. Láta þessu sterku öfl sem Guð hefur gefíð okkur vinna saman. Æfíngin skapar meistarann og hún agar líka þann sem vill vera lærisveinn Krists og minnast fæðingar hans á heilögum jólum. Með bestu jólaóskum Pálmi Matthíasson Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. Ritnefnd: Hanna Katrín Friðriksen, Stefán Halldórsson, Dýri Guðmundsson, Ragnar Ragnarsson og Lárus Ögmundsson. Ritstjóri: Hanna Katrín Friðriksen. Úlit: Ragnar Ragnarsson og Hanna Katrín Friðriksen. Litgreiningar: Litróf Prentun: Prenttækni 3 VALS blaðiö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.