Valsblaðið - 01.05.1993, Page 27
úrslitakeppnina. Bæði lið stóðu sig mjög
vel og tapaði A liðið aðeins einum leik og
B liðið bara tveimur. En það gengur bara
betur næst því allt saman eru þetta
efnilegar stúlkur sem eru staðráðnar í því
að gera betur næst.
Iðkendaíjöldi í flokknum var 16.
Viðurkenningar:
Besti leikmaður:
Irís Andrésdóttir
Efnilegasti leikmaður:
Margrét Jónsdóttir
Besta ástundun:
Guðný Jónsdóttir
Þjálfari flokksins næsta sumar verður
Magnea Magnúsdóttir.
4. flokkur kvenna
Þjálfari flokksins var Magnea
Magnúsdóttir. Magnea mun taka að sér
þjálfun 3.flokks kvenna næsta sumar.
Fjórði flokkur kvenna er eini flokkur
Vals sem í ár getur státað sig að þvi að
vera Islandsmeistari.
Flokkurinn er sigursælasti flokkur Vals
árið 1993 og í flokknum eru margar mjög
efnilegar stúlkur sem munu væntanlega
ná langt í knattspymunni.
Árangur flokksins í sumar er þannig:
Alið
Hnátumót K.S.I.Islandsmeistari
Pæjumót Vestmannaeyju 2.sæti
Gull & silfurmót Sigurvegari
FH - Islandsbankamót Sigurvegari
Haustmót KRR Meistari
B lið
Hnátumót K.S.Í. 2.sæti
Pæjumót Vestnrannaeyjar
Sigurvegari
Gull & silfurmót Sigurvegari
FH - íslandsbankamót Sigurvegari
Haustmót KRR Sigurvegari
Viðurkenningar:
Besti leikmaður:
Þóra Helgadóttir
Efnilegasti leikmaður:
Hildur Guðjónsdóttir
Besta ástundun:
Ema Erlendsdóttir
Þjálfari flokksins næsta sumar verður
Jónas Guðmundsson.
5. flokkur kvenna
Þjálfari flokksins var Magnea
Magnúsdóttir.
I sumar fór þessi flokkur að myndast
sem sjálfstæður flokkur fyrst fyrir alvöm.
Stúlkurnar sem tilheyra þessum flokki
æfðu með stúlkunum í 4.flokki fyrri part
ársins og vom þær talsvert yngri. Þá þótti
ekki vera grundvöllur að stofna flokkinn
vegna þess hve stúlkumar sem æfðu sem
tilheyrðu flokknum voru fáar. í sumar
heldur betur íjölgaði í þessum aldurshóp,
þannig að ákveðið var að setja 5.fl. kvenna
á laggimar.
Valur stillti upp A liði í þessum flokki
i þremur mótum og varð árangurinn
eftirfarandi:
Pæjumótið í Vestm. lO.sæti
Gull & silfunnótið 4.sæti
Nóatúnsmót 5.sæti
Viðurkenningar:
Besti leikmaður:
Rakel Þormarsdóttir
Efnilegasti leikmaður:
Fríða Sigurðardóttir
Besta ástundun:
Ósk Stefánsdóttir
Þjálfari flokksins næsta sumar verður
Jónas Guðmundsson.
Aðbúnaður að Hlíðarenda
Sú nýbreytni var tekin upp nú í sumar
að leika nokkra af heimaleikjum
Meistaraflokks karla á Laugardalsvelli.
Vakti þessi breyting nokkra athygli og ekki
allir á eitt sáttir við þessa breytingu.
Tilgangurinn með þessari breytingu
var fyrst og fremst að kanna hvort fleirri
áhorfendur kæmu á völlinn. Það hefur
verið mikið áhyggju efni hversu fáir koma
á heimaleiki Valsmanna. Niðurstaðan
varð sú að þessi nýbreytni skilaði góðu
og má búast við að leiknir verði fleirri
leikir í Laugardalnum á næsta ári.
Það er farið að þrengja verulega að allri
starfsemi að Hlíðarenda bæði í
íþróttahúsunum sjálfum og á útisvæði
vegna sí aukinnar starfsemi í öllum
deildum. Því hefur verið leitað út fyrir
Hlíðarenda, ekki bara í Laugardalinn,
heldur á þau grassvæði sem í nágrenni
Hlíðarenda eru sem og í iþróttahús
annarsstaðar í bænum, Hlíðarskóla,
Laugardalshöll og Austurberg.
Það verður að vera forgangsverkefni
aðalstjómar Vals á næstunni að bæta við
aðstöðuna á Hlíðarenda all vemlega því
aðstöðuleysið er farið að há starfsemi í
öllum flokkum.
Meistaraflokksmenn ásamt þjálfara
sínum og formanni m.fl. ráðs sýndu
mikinn dugnað er þeir rifu upp og
endurbættu búningsklefa sinn og er þar
komin nú hin þokkalegasta aðstaða.
Ennfremur var tækjasalur bættur verulega.
Við lok starfsárs
Eftir að síðasta keppnistímabili lauk
var hafist handa við að undirbúa
keppnistímabilið 1994. Árangur
Stjórn knattspyrnud. Vals 1993. Aftari röð f.v. Lárus Valberg, Þorsteinn Ólafs.
Brynjólfur Lárentíusson, Helgi Kristjánsson framk.stj. Fremri röð f.v. Marinó
Einarsson, Kjartan Gunnarsson, Theódór S. Halldórsson formaður, Bjarni
Jóhannesson 27 yALS bjaðið