Valsblaðið - 01.05.1993, Page 9
ÁRSSKÝRSLA HANDKNATTLEIKSDEILDAR VALS 1993
Arið sem
aldrei gleymist
Kæru Valsmenn og Valskonur!
Eins og fyrirsögnin segir, Valsmenn
munu aldrei gleyma þessu ári.
Keppnistímabilið 1992-1993 var,
vægt til orða tekið, eitt það stórkostlegasta
og sigursælasta ár Handknattleiksdeildar
Vals frá upphafi.
Eins og kom fram í Valsblaðinu í íyrra,
þá er það toppurinn fyrir okkur Valsmenn
eða ekki neitt. Það varð toppurinn svo
um munaði síðastliðið ár.
Meistaraflokkur Karla:
Ævintýrið byrjaði rólega, nýir menn
eins og Geir Sveinsson, Jón Kristjánsson
og Axel Stefánsson byrjuðu að slípa sig
inn í liðið, og Þorbjöm Jensson prófaði
sig áfram með
mannskapinn. Fyrsti
titillinn kom strax um
haustið, en það var
Reykj avikurmei stara-
titillinn. Islands-
mótið fór svo á fulla
ferð, og fannst
mönnum bæði í stjóm
og utan stjórnar að
Valsmenn færu full
rólega í mótið, og
höfðu orðið verulegar
áhyggjur þegar hvert
jafnteflið rak annað.
Ahyggjumar voru
ástæðulausar, Vals-
menn sigmðu deildina
með glæsibrag.
Hámark leik-
tímabilsins var úrslita-
leikur Bikarkeppn-
innar, Þar sigruðu
Valsmenn Selfyssinga Stjórn handknattleiksdeildar 1993. Aftari röð f.v. Árni Magnússon, Haraldur Ó Pálsson, Gustav
Ólafsson. Fremri röð f.v. Helgi Jónsson, Ágúst Þ. Rúnarsson.
í geysispennandi leik , sem leikinn var í
Laugardalshöll fyrir fúllu húsi áhorfenda,
hvorki meira né minna en 3.300 manns.
Leiknum lauk með úrslitunum 24-20.
Þetta var 7. febrúar, og það sem gerir
daginn ennþá eftirminnilegri fyrir Vals-
menn var að Meistaraflokkur kvenna
sigraði Stjörnuna í úrslitaleik í bikar-
keppni kvenna.
Úrslitakeppnin um íslands-
meistaratitilinn hófst með einvígi gegn
ÍBV, sem lauk með sigri Vals í tveimur
leikjum. Næsti áfangi var Selfoss, sem
einnig vora slegnir út í tveimur leikjum.
I lokaeinvígið stóðu svo eftir tvö lið, Valur
og FH. FH var sem sé búið að komast
alla leið í úrslit til að verja titil sinn, en
það átti þeim ekki eftir að takast, Valur
gekk frá þeim í fjóram leikjum, hverjum
öðrum æsilegri, og færði að lokum
félaginu sínu Islandsmeistaratitilinn i
afmælisgjöf á afmælisdaginn 11 mai.
I Evrópukeppninni gekk með ágætum,
Stafanger ffá Noregi var sigrað tvívegis í
32-liða úrslitum og Klaipeda frá Litháen
voru sigraðir í 16- liða úrslitum . Þegar í
8-liða úrslit var komið drógust Valsarar
gegn fimasterku liði Tusem Essen, sem
sigruðu Val með 9 mörkum á útivelli,
ógemingur reyndist að vinna það upp, en
Valur sigraði heima með 2 mörkum. Þar
endaði Evrópukeppnin '92.
Slysafaraldur herjaði á okkur eitt árið
í viðbót, miskunnarlaust. Jakob Sigurðs-
son féll fljótt úr keppni með slitin
krossbönd í hné annað árið í röð, svo og
Júlíus Gunnarsson í Lok tímabils. Sveinn
Sigfmnsson var frá keppni allt árið. En
9 VALS blaðið