Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 22
ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR VALS 1993
Arangur unga fólksins
vekur vonir
um glæsta framtíð
Aðalfundur og stjórnarkjör
Á aðalfundi Knattspymufélagsins Vals
1992 var gerð sú lagabreyting að aðalfúnd
Knattspymudeildar skildi halda fyrir lok
október mánaðar ár hvert. Þannig er
starfsár stjórnar annað en reikningsárið
sem er miðað við áramót eins og í öðrum
deildum. Fyrsti fundur eftir þessar breyt-
ingar var haldinn þann 29. október 1992.
Á þeim fundi var kjörin ný stjóm og
voru eftirfarandi kjörnir: Olafur Már
Sigurðsson, varaformaður, Ottar Sveins-
son, Margrét Bragadóttir, formaður m.fl.
ráðs kvenna, Einar Óskarsson, formaður
Unglingaráðs, Kjartan Gunnarsson,
Bjami Jóhannesson, gjaldkeri, Theódór S.
Halldórsson, Davíð Másson og Þorsteinn
Ólafs, form. m.fl. ráðs karla. Guðmundur
Kjartansson formaður deildarinnar lét af
störfum fyrir aðalfundinn vegna starfa
hans erlendis og tók Ólafur Már Sigurðs-
son við stjómartaumunum af honum.
Á aðalfundi aðalstjómar í mars 1993
var Theódór S. Halldórsson kosinn
formaður deildarinnar.
Framkvæmdastjóri deildarinnar var
Helgi Kristjánsson.
Unglingaráð var þannig skipað: Einar
Óskarsson formaður, Þórarinn
Gunnarsson, gjaldkeri, Þorsteinn Sæberg,
ritari, Lárus Valberg, Jón Helgason, Bryn-
jólfur Lárentsíusson, Gunnar Sigurðsson,
Guðmundur Ámason og Jóhanna Smith.
Starfsemi stjórnar
ogfjárhagur
Eins og undanfarin ár fór mikill tími
stjómarmanna í að finna lausn á fjárhags-
vanda deildarinnar. Ársreikningar
deildarinnar fyrir árið 1992 voru lagðir
fyrir aðalfund félagsins og var
rekstrarhalli deildarinnar nokkur og
skuldir deildarinnar það miklar að ekki
var við unað og var leitað snemma á árinu
1993 til aðalstjómar til þess að finna lausn
á þeim vanda. Yfirtók aðalstjórn um
helming skulda deildarinnar en þeim
skuldum sem þá vom eftir var skuldbreytt
til lengri tíma. Unnið var að því að ná
niður öllum kostnaði sem hægt var og gætt
fyllsta aðhalds í fjármálum.
Unglingaráð starfaði af miklum þrótti
og var þetta í annað sinn sem ráðið
starfaði á þann hátt að hafa sérstakann
fjárhag og tók það á sig enn frekari
skuldbindingar en áður. Sér Unglingaráð
um ijármögnun á öllum yngri flokkunum,
ráðningar þjálfara, greiðslu ferða-
kostnaðar o.fl.
Lollapottur var styrktur og þeim fjöl-
gað sem í honum em, en einn megintil-
gangur þess sjóðs er að ná niður eldri
skuldum deildarinnar.
Aðal styrktaraðilar knattspyrnu-
deildarinnar vom Bræðurnir Ormsson h.f.
og Islandsbanki h.f. Auk þeirra studdu
Qölmörg fyrirtæki og einstaklingar við
bakið á deildinni.
Þetta var annað ár samnings við
Ástund um búninga og keppnisvörur og
reyndist sá samningur vel.
Vemlegt átak var gert í sölu getrauna
á árinu. Var sérstök getraunanefnd
starfandi og hefur verið komið upp góðri
aðstöðu að Hlíðarenda þar sem
Valsmönnum gefst kostur á að fylla út
getraunaseðla, fá sér kaffisopa, fylgjast
með sjónvarpsskjá og ekki síst að spjalla
við hvem annan. Hita og þunga af þessu
starfi hafa þeir Helgi Kristjánsson og
Sverrir Guðmundsson úr Unglingaráði
borið af miklum myndarskap.
Eftir keppnistímabilið 1992 var gengið
frá samningum við þjálfara fyrir komandi
tímabil og ennfremur við leikmenn. Þetta
var í fyrsta sinn sem leikmenn M.flokks
karla sömdu við knattspyrnudeildina
samkvæmt nýjum reglum K.S.I. Eru
þessir samningar til mikilla bóta en þeir
skýra og lýsa á greinargóðan hátt hverjar
skyldur félags og leikmanns em.
Fyrsta deildin í ár var nefhd “Getrauna-
deildin” samkvæmt samningi sem gerður
var á milli Islenskra getrauna og samtaka
1. deildar félaga en þau samtök gerðu
einnig samning f.h. félaga í fýrstu deild
um “Rauðu fjöðrina” og um sjónvarpsrétt.
Unnið var að því að bæta dómaramál
félagsins og þó nokkuð hafi áunnist er
nokkuð í land að þau kallist að vera í lagi.
Bjarni fv. markmaður og Sævar
liðstjóri
VALS blaðið 22