Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 31
að gera garðinn frægan með Val hafi
skapast ákveðin tengsl milli Víkings
Ólafsvík og Vals, sem hafa gert það að
verkum að ungir leikmenn fyrir vestan líta
til Vals sem síns stóra félags, fylgjast með
framgangi hans og hafa jafnvel mætt á
æfingar á Hlíðarenda.
voru þá þrettán ár síðan hann hafði unnist
í þessum flokki.
Eg var valinn meistaraflokkshópinn á
miðárinu í 2. flokki þannig að ég stoppaði
frekar stutt við í 2. flokki en lék þó vel-
flesta leikina, engu að siður.
er óskastaðan mín þar sem ég get tekið
fullan þátt í öllum aðgerðum liðsins.
Síðasta sumar lék ég einnig til bráðabirgða
stöðu frispilara í vöm, og er það staða sem
ég gæti vel hugsað mér að leika eftir
nokkur ár. I yngri flokkunum spilaði ég
alltaf á miðjunni, nema þegar ég spilaði
“upp fyrir mig” þá lék ég í framlínunni.
Hin síðari ár hefur svo
knattspymuáhuginn heldur dofnað fyrir
vestan, og áherslan hefur t.d. færst yfir á
körfuboltann. Næsta sumar verður vígður
nýr grasvöllur sem verður vonandi
lyftistöng fyrir knattspymuna.
“Ungur leikmaður með Víkingi
Ólafsvík.”
Yngri flokkarinir hjá Val
Eg kom til liðs við Val 1986, á síðasta
ári i 3 flokki. Þá var þjálfari Kristján
Þorvaldz, mjög góður þjálfari. Við
komumst í úrslit þetta árið, en náðum ekki
að klára dæmið og enduðum í 5 sæti. Þá
tók við annar flokkurinn og hafði ég þar
einnig mjög góða þjálfara, þá Hörð
Hilmarsson og Hauk Hafsteinsson og á
síðasta ári mínu í 2. flokki skiluðum við
íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda, og
Meistaraflokkurinn
Eins og áður sagði lék ég mína fyrstu
meistaraflokksleiki árið 1988, vann mér
fast sæti þar 1990 og hef leikið
allar götur siðan. Alls em þetta því
6 leiktíðir.
Fyrsti þjálfari minn þar var
Hörður Helgason, sem
Guðmundur Þorbjömsson síðan
leysti af. Á þeim stutta tíma sem
Guðmundur þjálfaði, sýndi hann
að hann var mjög athyglisverður
þjálfari sem ég held að félagið eigi
að leita aftur til og ná inn í
félagsstarfið. Þá var Ingi Bjöm í
3 ár og síðan tók Kristinn
Bjömsson við í sumar. Á þessum
tíma höfum við unnið
bikarkeppnina í ljórgang, 1988,
1990,1991 og 1992.
Mér hefur fundist það hafa
verið vandamál undanfarin ár, að
skapa rétta vinnumóralinn í liðinu
fyrir leiki, þ.e. að fá allt liðið til
að leggjast á sömu sveifina til að
ná í sigur. Það geta verið ýmsar
ástæður fyrir þessu, s.s.
samsetning hópsins eða eitthvað
annað, en þetta er sá þáttur sem
mér fmnst að við getum lagað og
erum að gera þessa stundina. Mér
finnst árangur liðsins í
Islandsmóti ekki hafa varið nógu
góður undanfarin ár, og vil ég þar kenna
um undirbúningi leikmanna og hugarfari
í leik. Úr þvi við getum unnið
Bikarkeppnina getum við alveg eins unnið
Islandsmótið. Það er sá bikar sem okkur
vantar hér á Hlíðarenda, Að vinna hann
yrði mikið lyftistöng fyrir allt starfið, og
myndi hvetja leikmenn til frekari afreka.
Leikmaðurinn ég
Ég byrjaði að leika úti á kanti, en með
auknum líkamsþroska og reynslu hef ég
fært mig inn á miðjuna og get þannig tekið
virkari þátt í öllum leik liðsins, bæði í
sóknaruppbyggingu og varnarleik. þetta
Meðal galla minna sem leikmanns má
nefna að ég er ekki nógu mikill egóisti,
sem kemur fram í þvi að ég mætti taka
oftar af skarið en ég geri og spila beittara.
Þá er ég ekki nógu fljótur.
Þá finnst mér mig vanta enn meiri
líkamsstyrk. Kristinn Bjömsson hefur þó
komið meira inn á þennan þátt og og er
með lyftingaræfíngar ekki bara á undir-
búningstímabilinu, heldur líka leiktíðinni
sjálfri og tel ég það af hinu góða. Eg finn
sjálfur stóran mun á mér við að lyfta og
vera að styrkjast. Það minnkar mjög
meiðslaáhættu og almennt úthald eykst til
muna. Þetta er þáttur sem ég tel að hafí
verið vanræktur fram til þessa en er að
breytast. Það er mjög áberandi þegar við
spilum við erlend lið, hvað andstæð-
ingamir em oft miklu sterkari líkamlega
sem gerir það að verkum að þeir „labba
yfír okkur”. Aukin hreysti kemur ekki
niður á t.d.leikni eða hraða en eykur
vemlega úthald eins og ég sagði áðan.
Eg held að mínir kostir séu þeir að ég
er duglegur, og ég legg mig allan fram í
leikjum, er drífandi, hef góða alhliða
tækni get notað báða fætur til að spyma
og góður skallamaður.
“Bræðurnir Steinar og Ólafur á unga
aidri, að sjálfsögðu með bolta.”
31 VALS blaðið