Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 15
Fj ölsky I dugaman I bígerð er ýmiss konar samstarf við foreldrafélögin í grunnskólum í nágrenninu og við aðra aðila sem starfa að æskulýðs- og tómstundamálum í hverfunum næst Hlíðarenda. Vonast er til þess að sem flest börn taki ásamt foreldrum sínum þátt í nokkrum skemmtilegum viðburðum á Hlíðarenda og í nágrenni á næstu mánuðum: Einnig eru allir Valsmenn hvar sem þeir búa hvattir til að taka þátt með fjölskyldum sínum. Þrettándabrenna verður að venju 6. janúar. Blysfor verður frá Hlíðaskóla að brennunni, sungið verðiu- og dansað við bálköstinn og í lokin verður flugeldasýning. Þátttakendur eru hvattir til þess að klæðast grímubúningum eða öðrum skrautlegum eða skrýtnum klæðum og bera grímur eða mála sig í ffaman. Gönímdagar verða haldnir þegar vorar, gjaman í samstarfí við foreldrafélög í grunnskólunum. Þá verður gengið frá Hlíðarenda um Öskju- hlíðina og út í Naut- hólsvík og á eftir verða veitingar, kakó og brauðmeti, bomar fram í nýja félagsheimilinu. Valshlaupið 1994 verður laugardaginn 22. maí kl. 14:00. Það er skipulagt við hæfi Frá Lollapotts Qölskyldna fremur en afrekshlaupara, því að vegalengdir verða 2 og 4 kílómetrar og ekki verður um nákvæma tímatöku að ræða heldur notast við stóra markklukku. Leitast verður við að skapa hlaupinu skemmtilega umgjörð og m.a. verða veitt verðlaun fyrir bestu hópbúninga, besta þátttöku bekkjardeilda, fjölmennustu fjöiskylduna, hæstan samanlagðan aldur fjölskyldu (afi og amma mega teljast með) o.fl. Eftir hlaupið verður boðið upp á veitingar. Valskórinn Á liðnu hausti gekkst félagsmálaráð fyrir stofnun Valskórsins, en það er blandaður kór sem hefur það að markmiði að gefa áhugamönnum um kórsöng kost á að æfa og syngja saman einu sinni í viku undir stjórn góðs söngstjóra. Nú eru félagar famir að nálgast 30, tæplega 20 konur og 10 karlar. Kórinn söng í fyrsta skipti fyrir stuðningsmenn Vals á fundi Lollapottsfélaga 7. des. sl. og kom í fyrsta skipti fram opinberlega á aðventukvöldi í Friðrikskapellu 15. des. sl. Eftir áramótin verður enn hægt að bæta við nokkrum kórfélögum af báðum kynjum og er áhugafólk um kórsöng hvatt til að koma á æfíngu og spá í málið. Kórinn æfir einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum kl. 20-22 í Friðriks- kapellu. Söngstjóri er Gylfi Gunnarsson tónlistarkennari og efnisskráin er þegar orðin fjölbreytt, íslensk og erlend dægurlög, ættjarðarlög og negrasálmar, auk þess sem jólalög voru æfð fyrir aðventukvöldið. kvöldi Göngu-og skokkhópur I vetrarbyrjun hljóp af stokkunum trimmhópur sem stundar göngur og skokk á Öskjuhlíðarsvæðinu. Hópurinn hittist þrisvar i viku á Hlíðarenda, kl. 18:00 á mánudögum og miðvikudögum og kl. 11:00 á laugardögum. Það sem af er vetri hefur yfirleitt viðrað prýðilega til útivistar og aldrei hefur fallið niður æfmgadagur, þótt þátttakan hafi að vísu verið litil þegar fárviðrin gengu yfir í nóvember. Eftir að kólna tók í veðri niður fyrir frostmark hefur í lok hverrar ferðar verið farið inn í heilsuræktarsalinn til að gera teygju- æfingar og þar er einnig unnt að stunda aflþjálfún í líkamsræktartækjum. Nú er komin ágæt reynsla á starfið og því er ástæða til að hvetja Valsmenn, stuðningsmenn og aðra sem þetta lesa, til að taka þátt í þessari heilsurækt. Hrjósi mönnum hugur við að ganga eða skokka úti um hávetur þá geta þeir auðvitað beðið til vors og þá má búast við að fj'ölgi verulega í hópnum. En reynslan hefúr sýnt að unnt er að stunda útivist í nánast hvaða veðri sem er ef fólk klæðir sig rétt og því er ekki eftir neinu að bíða, heldur full ástæða til að drifa sig sem fyrst af stað eftir hátiðamar. Yfir háveturinn er farið rólega i sakimar en þó leitast við að veita góða hreyfingu og halda úthaldinu við. En þegar fer að hlýna í veðri verður settur kraftur í æfingarnar, bæði fyrir þá sem vilja ganga og hina sem skokka. Leitast verður við að miðla leiðbeiningum og gagnlegum upplýs- ingum til þátttakenda, s.s. tillögum að þjálf- unaráætlunum fyrir byrjendur og lengra komna, yfirliti yfir teygjuæfingar, ábend- ingum um mataræði, svo og korti af Hlíðarenda- og Öskju- hlíðarsvæðinu með merktum göngu- og hlaupaleiðum og áætluðum vegalengd- um. Látið frá ykkur heyra í félagsmálaráði starfa þeir Dýri Guð- mundsson, Ómar Sigurðsson, Óttar Felix Hauksson, Gunnar Svavarsson og Stefán Halldórsson, auk þess sem ýmsir félagar Valsbandsins og úr öðmm nefndum og ráðum Vals hafa lagt sitt af mörkum með ýmsum hætti. Valsmenn og velunnarar em hvattir til að koma góðum ábendingum og hugmyndum á ffamfæri við ráðsliða. Stefán Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.