Valsblaðið - 01.05.1993, Page 19
Með
varðskipi
í fyrsta
Ieikinn
„Salurinn var helmingi minni en
litli salurinn á Hlíðarenda,” segir
Heiða markvörður um aðstöðuna
fyrstu átta árin hennar í hand-
boltanum. Og það voru engin
mörk!
íslandsmótinu þegar ég var 14 ára Það
kostaði okkur fjórar til fimm ferðir suður
á hverjum vetri þar til sérstökum Austur-
landsriðli var komið á síðustu tvö árin mín
fyrir austan. Þá fórum við suður í úrslit
og vorum venjulega rassskelltar þar.
Síðan var náttúrulega landsmótið á
þriggja ára fresti og það var reyndar eftir
að við höfðum unnið landsmótið í
Keflavík að ég var kölluð suður á
landsliðsæfingar.”
Það var svo haustið 1985 að Heiða
flytur til Reykjavíkur, fer að vinna á
bamaheimili og æfir handbolta með Val.
„Valur hafði orðið Islandsmeistari árið
1984, en haustið sem ég kom átti sér stað
mikil endumýjun. Þá komu líka meðal
annarra Kata og Stína Amþórs úr IR og
Dúnna úr Þór Akureyri. Þetta var topplið
með margar landsliðskonur t.d. Ernu,
Soffíu og Systu auk þessara þriggja. Við
urðum í 2. sæti á Islandsmótinu fyrsta
veturinn minn eftir að hafa misst
klaufalega af titlinum á lokasprettinum.
Ég lenti í meiðslum um miðan veturinn,
fór úr lið á þumalputta og datt fyrir vikið
út úr landsliðshópnum - ekki í eina skiptið
sem það átti eftir að gerast.”
Heiða segir að umskiptin úr Aust-
fjarðaboltanum í alvöruna hafi verið gífur-
leg og það hafi í raun tekið hana tvö ár að
átta sig á því að hún var komin í allt annan
bolta en hún hafði alist upp við. „Valsliðið
var gott á þessum ámm. Þó svo að stóri
titillinn léti standa á sér urðum við Reykja-
víkurmeistarar nokkrum sinnum og
unnum bikarinn. I deildinni vorum við
hins vegar fastir áskrifendur að öðru til
þriðja sæti. Síðan fóm að halla undan fæti
fyrir nokkrum árum þegar þessar eldri
hættu og það kom í ljós að engin rækt
hafði verið lögð við yngri kvennaflokkana
og engin skilaði sér upp til okkar. Þessi
mál eru komin í lag núna og ég held að
unglingastarfið í deildinni sé eins og best
verður á kosið hvort sem um er að ræða
kvenna- eða karlaflokka.”
Nú berst talið að síðasta vetri sem
óhætt er að segja að hafi verið eftirminni-
legur. „Auðvitað var ljúft að vinna bikar-
inn, en málið er bara að við áttum að taka
þetta tvöfalt. Liðið var á blússandi siglingu
fyrir jól og allir famir að tala um að þetta
yrði veturinn okkar. Síðan var eins og það
væru lögð á okkur álög og flestar af lykil-
leikmönnunum duttu út i lengri eða
skemmri tima. Það byrjaði með þvi að
Stina tilkynnti okkur að hún væri ófrísk
og bikarúrslitaleikurinn í byrjun febrúar
yrði hennar síðasti leikur. Siðan lendir
Kata i bílslysi tveimur vikum fyrir bikar-
úrslitin og Irina sneri sig illa á ökkla
nokkmm dögum síðar. Við vomm því ekki
sannfærandi í síðustu leikjunum fyrir
bikarúrslitin, töpuðum nokkmm „léttum”
leikjum og menn fóm að tala um að við
yrðum auðveld bráð fyrir Stjömuna eftir
að hafa burstað hana í deildinni rétt fyrir
jól. Þetta umtal kom okkur bara til góða,
þjappaði hópnum saman og eftir að
sjúkraþjálfarar og læknar höfðu tjaslað
liðinu saman mættum við í Höllina fullar
sjálfstrausts. Við ætluðum okkur þennan
bikar og ekkert annað!
Bikarúrslitaleikurinn var ótrúlega
spennandi eins og flestir muna og það
þurfti að tvíframlengja til að knýja fram
úrslit. „Það er engin spuming að gamli
Valskarakterinn kom í ljós í þessum leik,”
segir Heiða. „Spennan var yfirþyrmandi
allan tímann og ég man næstum hvert
einasta skot sem koma á markið. Til-
finningin þegar ég varði frá Ragnheiði
Stephensen í lokin var yndisleg!”
Valur hafnaði síðan í þriðja sæti í
19 VALS blaðið