Valsblaðið - 01.05.1993, Side 42
minningunni. Sérstaklega þótti mér vænt
um bikarmeistaratitilinn. Það var
langþráð stund þegar sá titill var í höfn,”
segir Guðmundur sem líkt og þegar hann
varð Islandsmeistari með FH lauk árinu
með því að vera útnefndur „Hand-
knattleiksmaður ársins 1993".
Guðmundur segir að Valsliðið veturinn
1992-93 hafí verið langbesta félagslið sem
hann hefur leikið með. „Þetta var sam-
stillturhópur, skipaður sterkur karakterum
sem stefndu að ákveðnu marki. Þá eru
menn fyrir utan sem halda vel utan um
hópinn. - Hvað með þátt þjálfarans
Þorbjörns Jenssonar? „Þáttur hans er
náttúrulega ómetanlegur enda er Tobbi
einn sá langbesti. Hann er mjög jákvæður
og tekst alltaf að koma auga á ljósu punkt-
ana. Æfingarnar hjá honum eru alltaf
skemmtilegar og honum tekst vel að höfða
til einstaklingsins í liðinu. Tobbi hefur
verið þjálfari liðsins síðan ég gekk í Val
og að mínu mati á hann þar nóg eftir. Þó
hann hafi verið eitthvað lengur en ég eru
fáir leikmenn sem hafa verið með honum
öll árin. Sumir hafa tekið sér frí í lengri
eða skemmri. tíma, aðrir eru hættir og
síðan hafa menn verið að koma upp úr
yngri flokkunúm.”
Frá því að Guðmundur sat heima í sófa
og horfði á heimsmeistarakeppnina í Sviss
árið 1986 hefur hann átt sæti í íslenska
landsliðinu. Lengi framan af var annar
í faðmi fjölskyldunnar. Guðmundur ásamt Valdísi eiginkonu sinni og syninum
Arnari
slaginn sjálfur. ‘Eg náði m.a. að leika með
Tobba Jens, Steinari Birgis og Þorbergi
Aðalsteins,” segir Guðmundur.
Breiðablik féll aftur í 2. deild vorið
1989. Þá urðu miklar breytingar hjá liðinu
og meðal þeirra sem hugsuðu sér til hreyf-
ings var landsliðsmarkvörðurinn Guð-
mundur Hrafnkelsson. „Valur kom sterk-
lega til greina á þessum tíma þó Einar
Þorvarðarson væri þar fyrir. Eg ákvað þó
á endanum að ganga til liðs við FH og
varð Islandsmeistari með liðinu á fyrsta
keppnistímabilinu.” Guðmundur gerði
gott betur en það því á lokahófi hand-
knattleiksmanna um vorið var hann valinn
besti markvörðurinn auk þess sem Hand-
knattleikssamband ‘Islands útnefndi hann
„Handknattleiksmann ársins” í árslok
1990. Seinna árið með FH lék Guðmundur
sinn annan bikarúrslitaleik, aftur gegn Val
og tapaði aftur! Guðmundur vill þó ekki
meina að það hafi verið ástæðan fyrir því
að hann gekk í Val haustið eftir, kannski
sem betur fer því á fyrsta ári sínu með Val
tapaði hann bikarúrslitaleik - og þá gegn
hverjum nema FH.
„Við vorum orðnir tveir landsliðs-
markverðirnir í FH, ég og Bergsveinn, og
það gekk auðvitað ekki. Einar Þorvarðar
var á leiðinni til Selfoss og því lá eiginlega
beint við að ég færi í Val. Valsmenn höfðu
orðið Islands- og bikarmeistarar veturinn
áður en það er ekki hægt að segja að ég
hafi byrjað ferilinn með Val glæsilega.
Þetta var meiðslaveturinn frægi þegar
liðið hreinlega hrundi og við misstum
naumlega af úrslitakeppninni. Við náðum
þó þessum bikarúrslitaleik gegn FH og ég
get alveg fullyrt að hefði eitthvað annað
lið en Valur misst jafnmikið af lykilleik-
mönnum í meiðsli og við gerðum hefði
leiðin legið beint
niður í aðra deild.
Þennan vetur fengu
ungu strákarnir í Val
eldskírnina sem kom
þeim síðan til góða í
fyrra.”
- Nú kemur Geiri
Sveins heim fyrir síð-
asta tímabil og menn
voru búnir að ná sér af
meiðslum, að minnsta
kosti í bili. Átti þetta
lið ekki að vinna titla?
„Væntingarnar voru
auðvitað töluverðar en
þetta var ekkert gefið.
Við leiddum til dæmis
ekki deildarkeppnina
framan af og úrslita-
leikimir bæði í bikar-
keppninni og Islands-
mótinu voru jafnir og
harðir. Við tókum
þetta allt á
lokasprettinum góða.
Þessi vetur var
ótrúlegur og á eftir að
lifa lengi í endur-
VALS blaðið 42