Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 18
Texti: Hanna Katrín Friðriksen Handknattleiksiðkun er ekki það fyrsta sem manni dettur i hug þegar Austfírðir eru nefndir, en það var samt þar, nánar tiltekið á Seyðisfirði, sem Arnheiður Osk Hreggviðsdóttir mark- vörður Vals í meistaraflokki kvenna síðastliðin níu ár kynntist íþróttinni fyrst. Hún lék með Hugin á Seyðisfirði til átján ára aldurs er hún var kölluð til Reykja- víkur á landsliðsæfingar sumarið 1984. Viðar Símonarson þáverandi landsliðs- þjálfari hvatti hana til að spreyta sig í 1. deildinni og laumaði því að henni að Valsliðið vantaði markmann. Og hjá Val hefur Heiða verið siðan. Heiða minnist fyrstu æfmgarinnar hjá Val með blendnum tilfinningum. „Fyrir það fyrsta var ég feimin og hálf- hrædd við hinar stelpumar í liðinu. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig mikið vikumar áður og eftir fyrstu útiæfinguna var ég svo uppgefin að það var ekki möguleiki fyrir mig að fara inn í búningsklefa. Eg sat úti á meðan hinar stelpumar fóru í sturtu og var síðan keyrð heim. Þar sat ég úti á tröppum í hálftíma áður en ég treysti mér ínn. Síðan em liðin mörg ár og feimna stelpan frá Seyðisfirði er nú orðin 28 ára og ein sú leikreyndasta í Valsliðinu. Það hefur ekki gengið átakalaust fyrir hana að koma sér í form fyrir yfirstandandi leik- tímabil. Eftir að hafa lent í bakmeiðslum undir lok síðasta tímabils og fengið þann úrskurð að best væri að hún hætti sprikl- inu alveg kom hún sér í form aðeins til þess að rífa krossbönd í hné í Evrópuleik í haust. Heiða er þó óðum að ná sér af þeim meiðslum og setur stefnuna á að vera komin á fullt um áramót. - Hvað með árin á Seyðisfirði og handboltann? Ekki státa Seyðfirðingar af íþróttahúsi eða hvað? „Nei það er ekki alveg svo gott. ‘Eg er tíu ára þegar ég flyt austur úr Reykjavík. Strax fyrsta veturinn var ég komin á fulla ferð í handboltanum og alltaf sem markmaður. Yfir vetrar- tímann æfðum við í innisundlauginni á staðnum en reyndar voru settir plankar yfir laugina. Völlurinn var svona helmingi minni en litli salurinn i Valsheimilinu og það voru engin mörk, bara spýtur sem afmörkuðu rammann. Þess vegna hafa homin alltaf verið mínar veiku hliðar. A sumrin æfðum við úti vegna þess að þá var sundlaugin í notkun og nokkrum ámm eftir að ég flutti austur fengu Seyðfirðingar malbikaðan útivöll með alvöru mörkum.” - Tókuð þið þátt í alvöru keppni á þessum árum? „Við vorum ekki með í stóru mótunum. Yfir sumartímann var yfirleitt um 3-4 mót að ræða á fjörðunum í kring og síðan var Austurlandsmót á veturna og skólamót. Við fórum því aðallega á milli fjarða og lékum mest á Höfn í Homafirði því þar var íþróttahús. Það var töluvert meira mál að fara í leiki en Reykvíkingar eiga að venjast. Eg man vel eftir fyrsta mótinu sem ég spilaði í. Það var á Neskaupsstað um miðjan vetur og við þurftum að fá varðskip til að flytja okkur á milli. Svo fórum við að taka þátt í VALS blaðið 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.