Valsblaðið - 01.05.1998, Qupperneq 4

Valsblaðið - 01.05.1998, Qupperneq 4
Skýrsla aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Vals Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals var haldinn að Hlíðarenda hinn 26. maí 1998 og var dagskrá hans sam- kvæmt lögum félagsins. Á fundinum voru eftirtaldir aðilar kjömir í stjóm og skiptu með sér verkum þannig: Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals 1998-1999. Aftari röð frá vinstri: Hannes Hjálmarsson form. körfukn.d. Guðni Haraldsson form. handkn.d. Þorleifur K Valdimarsson form. knattsp.d. Ingólfur Friðjónsson Fremri röð frá vinstri: Hörður Gunnarsson ritari, Ragnar Ragnarsson varafor- maður, Reynir Vignir formaður, Lárus Ögmundsson gjaldkeri. Á myndina vantar Sigfús Ólafsson árinu. Unnið var að viðhaldi á fast- eignum félagsins og einnig var ráðist í að ýta út efni því sem safnað hafði verið í stækkun á grasvöllum félagsins og í haust var efri æfingarvöllur félagsins stækkaður nokkuð. Þá var ráðist í það að láta smíða ný skýli fyrir varamenn við aðalkeppnisvöll félagsins og smíð- uð var aðstaða fyrir fréttamenn og myndatökumenn sjónvarpsstöðvanna. Þessar framkvæmdir bættu úr brýnni þörf og mæltust vel fyrir hjá þeim sem nota. Skipulagsmál og starfs- menn Stjómskipulag félagsins hefur verið í mótun undanfarin ár eins og fram hefur komið í fyrri skýrslum. I vor voru stjómarmenn og starfsmenn sammála um að við værum á réttri braut og að óhætt væri að stíga næsta skref í því að gera stjórnun félagsins enn markvissari. Breyting á stjórnskipulagi var sam- þykkt í júlíbyrjun og tók strax gildi. Einn framkvæmdastjóri er nú hjá félag- inu og deildunum og hefur m.a. á sinni könnu fjármál og markaðsmál félagsins í heild auk þess sem hann er yfirmaður annarra starfsmanna. Skrifstofustjóri ber ábyrgð á öllu bókhaldi félagsins og heldur utan um skrifstofustörfin. Starfi íþróttafulltrúa var lítið breytt enda starf hans þegar í upphafi vel skilgreint og tengt öllum deildum þess og starf for- stöðumanns mannvirkja félagsins verður jafnframt óbreytt. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfs- liði félagsins og í árslok voru fastráðnir starfsmenn eftirfarandi: Hafsteinn Lárusson er framkvæmda- stjóri, Brynja Hilmarsdóttir skrif- stofustjóri, Oskar Bjarni Oskarsson íþróttafulltrúi, Sverrir Traustason Reynir Vignir, formaður Ragnar Ragnarsson, varaformaður Lárus Ögmundsson, gjaldkeri Hörður Gunnarsson, ritari Sigfús Ólafsson, meðstjómandi Ingólfur Friðjónsson, meðstjómandi Þorleifur K. Valdimarsson, form. knattspymudeildar Guðni Haraldsson, form. handknatt- leiksdeildar Kristjón Jónsson, form. körfuknatt- leiksdeildar Úr stjóm gekk Helgi Benediktsson og í ágúst tók síðan Hannes Hjálmarsson við formennsku í körfuknattleiksdeild af Kristjóni Jónssyni. Stjórnin hefur haldið fasta fundi hálfs- mánaðarlega auk þess sem stjómar- menn hafa hist óformlega þegar þörf hefur verið á. Framkvæmdir Ekki var ráðist í stórframkvæmdir á Reynir Vignir formaður Vals STARFIÐ E R MARGT Valsblaðið 50 ára 4

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.