Valsblaðið - 01.05.1998, Qupperneq 11

Valsblaðið - 01.05.1998, Qupperneq 11
Iþróttamaður Vals 1997 ftyh&u þ'O'l' késJU, x, Meðal meistaraflokksleikmanna í Val þykir það mjög eftirsóknarvert að vera valinn Iþróttamaður Vals í lok hvers árs. Skemmtileg hefð hefur skapast um út- nefningúna sern fram fer í hádeginu á gamlársdag í félagsheimilinu og mjög margir Valsmenn koma og fylgjast með og finnst þetta nauðsynlegur liður í áramótahaldinu. Ekki spillir heldur fyrir að íþróttasalir félagsins iða af keppni allan morguninn, því þar koma saman eldri og yngri meistaraflokks- leikmenn í ýmsum greinum og keppa bæði í gamni og alvöru. A eftir fylgjast þeir síðan með útnefningunni af engu minna kappi. Ragnar Jónsson fyrirliði meistara- flokks karla í körfuknattleik var valinn íþróttamaður Vals 1997. Á því ári fór hann fyrir flokknum sem vann glæsi- legan sigur í 1. deild karla og staldraði því utan úrvalsdeildar aðeins í eitt ár. þessi sigur þótti athyglisverður sérstak- lega með tilliti til þess að Valur var eitt fárra liða í deildinni sem lék án þess að hafa erlendan leikmann í sínum röðum. I hófi körfuknattleiksmanna vorið 1997 var Ragnar valinn besti leikmaður 1. \ Á SBl t ■ JS •'pmM' •* * / ■ m > ~ /'ÍhpIIi gp / 1 1 m 'Jíi-Ésfiw Ragnar Þór ásamt foreldrum sínum við útnefninguna Ragnar Þór fær sér vænan skammt af tertu dagsins við útnefninguna deildar og staðfesti það val að frammi- staða hans var frábær þennan vetur og Valsmenn tóku síðan undir það með vali sínu. Ragnar Jónsson þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir Valsmönnum. Hann er Valsmaður í húð og hár og einn af þeim heppnu ungu mönnum sem er uppalinn í nágrenni við Hlíðarenda. Hann hóf að iðka íþróttir hjá félaginu átta ára gamall og frá 12 ára aldri hefur hann stundað körfubolta sem sína aðalíþrótt. Hann lék með öllum yngri flokkum Vals og hefur verið fastamaður í meistarflokki félagsins í mörg ár og burðarás og okkar helsta 3ja stiga skytta. Ragnar er vélaverkfræðingur frá Háskóla Islands og stundar nú fram- haldsnám í þeirri grein í Banda- ríkjunum. Hann lýkur því námi um ára- mótin og vonast Valsmenn til þess að sjá hann mjög frískann í rauða bún- ingnum snemma á næsta ári og þá er ekki að efa að fleiri sigrar líta dagsins ljós hjá meistaraflokknum. Valsblaðið 50 ára 11

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.